Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 24
22
ÞÓRARTNN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
ingu félagslegs þroska og bættra sambúðarhátta. Hinn andlegi þroski er
mikilsverðastur af öllu, og hin bezta menntun er fólgin í því að „vera hæfur
til að lifa með öðrum mönnum, það, að fá þann djúpa skilning á lífi ann-
arra manna, að þeirra sársauki og þeirra gleði verði þín hryggð og þín
unun." Þetta er enn rneiri þraut og vandi en „kljúfa bergið og sækja
málminn, að temja dýrið á mörkinni, að breyta skóginum og hrjósturlend-
inu í frjó akurlönd, gera klæði úr grösum akursins, en skýli úr ldettun-
um, spenna löndin járnvegum og segulþráðum, en úthöfin eimskipalín-
um'' (Skinfaxi 1911—1912: Menntun). Hinar verldegu framfarir gera ekki
lífið betra og fegurra, ef mennirnir batna ekki sjálfir, geta jafnvel gert það
Ijótara og ömurlegra. Þess vegna er mannræktin, ef svo mætti að orði kveða,
undirstaða allra framfara. Þess vegna skipa uppeldismálin æðsta sess í
Skinfaxa í ritstjórnartíð Jónasar. I greinaflokknum: Dagamir líða, kemst
Jónas þannig að orði:
„Allar þessar framfarir, togarar, hafnir, járnbrautir, verksmiðjur eiga
sammerkt í því, að þær skapa stórauð fárra manna, og réttlitla, háða örbirgð
fjöldans. Ef þær eiga að verða að þjóðargagni, verður að fylgja þeim sam-
svarandi gerbreyting í þjóðaruppeldinu og siðferðislífi rnanna. Þá geta þær
orðið til blessunar. Ef vélarnar vinna fvrir manninn til að stytta daglegt
brauðstrit hans, til að gefa honum tíma til þess að vera maður, borgari,
þátttakandi í þeim ógrynnis andans auði, sem mannkynið hefur erft, þá
fyrst ná þær tilgangi sínum, en það er ekki orðið enn og verður heldur
ekki hér á landi, nema með einu móti, sem engum kunnugum dettur í
hug, að Islendingar hafi vit á að nota. En það er að skoða þjóðarwppeldið
sem aðalmál, að neyta allrar orku til að húa hvern einasta heilbrigðan mann
í landinu undir að geta leyst viðfangsefnin, sem verða á vegi hans. Með
■yfirbwrða heppilegu uppeldi, og engu öðru, má gera mannkynið fært urn
að drottna yfir anda gullsins
Sú Skinfaxagrein Jónasar, er á sínum tíma vakti einna rnesta athygli,
birtist í nóvemberblaði Skinfaxa 1911 og nefndist: Eru fátæklingarnir rétt-
lausir? Tilefni hennar var það, að þekktur fræðimaður hafði haldið því
fram, að verkamenn og sjómenn beri svo lítinn hlut af byrðum þjóðfé-
lagsins, að eigi hlýddi að veita þeim sama rétt og efnamönnum, útvegs-
mönnum og kaupmönnum, embættismönnum o. s. frv. Jónas svaraði þessu
í áðurnefndri grein með því að sýna frarn á, hvað gerast myndi, ef verka-