Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 27
ANDVABI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ IIRIFLU
25
og jafnaðarmannaflokkur og frjálslyndur flokkur. Þótt Jónas gerði ekki
opinberlega grein fyrir þessari skoðun sinni fyrr en í Rétti 1918, liafði
hann halclið þeirn fram í mörg ár og var þá raunar búinn að hafa forgöngu
um bæði stofnun Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. I greininni í
Rétti, sem nefndist: Nýr landsmálagrundvöllur, segir bann m. a.:
„Flestöll lönd heimsins, sem bezt þykja mennt, hafa tekið til fyrir-
myndar stjórnarform Breta. Og í öllum þeim löndum, sem nokkuð kveður
að, skiptast þjóðirnar í flokka um innanlandsmálin. Venjulega eru aðal-
flokkarnir þrír (þó að klofninga og milliflokka gæti allvíða; eru þeir að-
eins kvíslar úr meginelfunum): Auðmenn eða íhaldsflokkur, frjalslyndur
flokkur (miðstéttarmenn) og verkamanna- eða jafnaðarmannaflokkur. Þetta
er það, sem kölluð er eðlileg flokkaskipun. Hún byggist á því, að yfirleitt
myndast lífsskoðanir manna í samræmi við lífskjör þeirra . . .
Stefnur þessara þriggja meginflokka eru mjög ólíkar. íhaldsmenn vilja
haga þjóðfélaginu þannig, að efnamenn geti sem bezt notað aðstöðu sína
til meiri fjáröflunar og margbreyttra lífsnautna. Ennfremur svo, að efni-
legum fjáraflamönnum séu ekki lagðar hindranir í veg á gróðabrautinni.
Meginókostur íhaldsstefnunnar er það, að hún er grimmlynd mjög í garð
veikari meðborgara og olnbogabarna þjóðfélagsins. Sættir sig við, að þeim
sé fórnað á stalla auðvaldsins.
Frjálslyndi flokkurinn fer bil beggja. Vill ekki setja einstaklingshags-
muni yfir almenningsheill, en hins vegar ætla ekki ríkinu jafnmikil völd
og afskipti eins og jafnaðarmenn. Andi samvinnuhreyfingarinnar er ein
af afltaugum frjálslyndu stefnunnar . . .
Jafnaðarmenn byggja á öðrum grundvelli en hinir tveir flokkarnir. . . .
T il að lyfta hinum eignalausa öreigalýð þjóðanna vilja jafnaðarmenn, að
þjóðfélagið verði höfuðvinnuveitandi í hverju landi, svo að fyrirbyggt sé,
að einstakir aflamenn geti kúgað allan þorra almennings með yfirráðum
framleiðslutækjanna. Mestu máli þykir þó jafnaðarmönnum skipta, að
þjóðfélagið reki stærstu fyrirtækin: námur, stóriðnað etc.“
1 þessari Réttargrein kemur það óbeint fram, sem Jónas mun bafa lagt
á meiri áherzlu í einkasamtölum, að milli jafnaðarmannaflokks og frjáls-
lynds flokks hér ætti að vera ýmist beint eða óbeint samstarf eða „friðsam-
legt hlutleysi", eins og hann orðar það í áðurnefndri grein. Með það fyrir
augum gat hann unnið samtímis að stofnun tveggja þessara flokka.