Andvari - 01.01.1970, Síða 34
32
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
urinn lilaut 3196 atkvæði, eða aðeins rúmum 60 atkvæðum færri en list-
inn, þar sem Jón Magmisson var efstur og flest atkvæði fékk. Alþýðuflokk-
urinn fékk nú 2033 atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn gamli fékk aðeins 633
atkvæði, en hins vegar fékk sérstakur kvennalisti, þar sem Ingibjörg H.
Bjarnason var í efsta sæti, 2674 atkvæði. Kosningu hlutu því þau Jón,
Jónas og Ingibjörg. Það var ljóst af þessum úrslitum, að þeir flokkar, sem
Jónas Jónsson hafði beitt sér fyrir að mynda, voru nú komnir vel á legg,
en þriðji flokkurinn var að myndast, þar sem voru samtök þau, er studdu
lista Jóns Magnússonar. Heimastjórnarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn
máltu hins vegar heita liðnir undir lok í hinni gömlu mynd sinni.
Jónas Jónsson gerðist strax athafnasamur á þingi. A fyrsta þinginu,
sem hann sat, 1923, hreyfði hann mörgum nýjum málum eða átti þátt í
því, að aðrir flyttu þau. Má þar m. a. nefna tillögur um sundhöll í Reykja-
vík, þjóðleikhús og menntaskóla á Akureyri. Á þessu þingi urðu þó af-
skipti hans af Islandsbankamálinu sögulegust. Islandshanki var eign hluta-
félags, sem var að miklu eða mestu leyti eign Dana. Hann hafði fengið
seðlaútgáfuréttinn til 1934, og var það eitt af fyrstu stefnumálum Fram-
sóknarflokksins, að þessu yrði breytt og seðlaútgáfan færð í hendur inn-
lends þjóðbanka. Af ýmsum ástæðum var staða Islandsbanka mjög veik
um þessar mundir, og fluttu allir þingmenn Framsóknarflokksins nema
tveir tillögu um, að sérstakri rannsóknarnefnd yrði falið að rannsaka fjár-
hag hans. Jónas Jónsson mun hafa verið aðalhvetjandi þess, að þessi til-
laga var flutt. Tillagan varð til þess, að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar
klofnuðu um málið, því að Sigurður Eggerz og þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins vildu ekki fallast á hana. Tillagan var ]rví felld. Með þessu
rofnaði sú samvinna, sem hafði verið milli Jónasar og Sigurðar og átt hafði
mikinn þátt í því, að stjórn Sigurðar komst á laggirnar á þinginu 1922.
Þingkosningarnar 1923 marka söguleg tímamót í íslenzkri stjómmála-
sögu. Segja má, að þá hafi upplausn gömlu flokkanna orðið endanleg.
Upplausn þeirra má m. a. marka á því, að á kjörtímabilinu 1919—1923
tvöfaldaðist þingmannatala Framsóknarflokksins. Þingmenn hans voru
orðnir 15, þegar gengið var til kosninga 1923, og horfur voru á, að hann
myndi bæti við sig þingmönnum, að óbreyttum aðstæðum. Þá þótti og
ekki ólíldegt, að Alþýðuflokkurinn gæti unnið nokkur þingsæti. Andstæð-
ingar þessara flokka töldu víst, að þeir myndu hefja samstarf, ef þeir fengju