Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 35
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
33
meirihluta, enda lék ekki neinn vafi á því, að sá var vilji þeirra tveggja
manna, er áhrifamestir voru í Framsóknarflokknum, Jónasar og Tryggva.
Jónas hafði haldið áfram kunningsskap sínum frá fyrri tíma við foringja
Alþýðuflokksins, einkum þá Jón Baldvinsson og Ólaf Friðriksson. Þegar
Ólafur var handtekinn út af deilu, sem reis í sambandi við brottvísun
erlends fóstursonar hans, var Jónas sá vinur hans, sem reyndist honum
bezt. Jónas, Tryggvi og Hallgrímur Kristinsson gengu á fund Sigurðar
Eggerz, nokkru eftir að hann varð forsætisráðherra 1922, og fóru þess á
leit, að hann náðaði Ólaf, en hann hafði þá hlotið allþungan dóm vegna
þessarar deilu. Sigurður varð við þessari beiðni, enda álitið hana réttmæta,
en hún vakti eigi að síður nokkrar deilur á þcssum tíma og var Jónasi
kennt um náðunina. Þetta og margt fleira sýndi, að tengslin milli for-
ingja Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins voru náin á þessum tíma
og stjómarsamstarf þeirra því eðlilegt, ef þeir fengju meirihluta á þing-
inu. Þetta varð til að sameina andstæðinga þeirra fyrir kosningarnar 1923,
og gengu því hæði liðsmenn Jóns Magnússonar og Sigurðar Eggerz til
þeirra í einni fylkingu undir nafninu Borgaraflokkur. Þessum samtökum
tókst að vinna kosningarnar, en þau voru svo lausleg, að þau héldu ekki
saman að kosningum loknum. Jón Þorláksson hafði þá forustu um stofnun
Ihaldsflokksins, og myndaði sá flokkur síðan stjórn undir forsæti Jóns
Magnússonar, enda þótt hann hefði ekki hreinan meirihluta. Framsóknar-
flokkurinn varð í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu 1924—27, og hvíldi
forusta hennar mest á þeim Jónasi og Tryggva, bæði á þingi og utan þess.
Það þekktist ekki á þessum tíma, að flokkar hefðu sérstaka skrifstofu
eða erindreka í þjónustu sinni. Allt flokksstarfið hvíldi á herðum helztu
forustumanna flokkanna og þingmannanna. Það er á engan hallað, þótt
sagt sé, að enginn stjórnmálamaður hafi verið mikilvirkari á þessu sviði en
Jónas Jónsson var um langt skeið. Hann stóð í bréfaskriftum við hundruð
manna um land allt. Hann tamdi sér að hafa bréfin stutt, oft í eins konar
símskeytisformi, og gat því skrifað mörg bréf á skömmum tíma. Hann tal-
aði daglega við margt manna, lagði t. d. sérstakt kapp á að hafa tal af sem
flestum flokksmönnum, sem komu utan af landi til bæjarins. Hann ferð-
aðist mikið og fór oft í löng ferðalög. Enginn íslenzkur stjórnmálamaður
mun hafa haft kunningsskap við eins marga menn víðs vegar um landið
og Jónas gerði um langt skeið. Hann lét sér ekki nægja að halda kunnings-
3