Andvari - 01.01.1970, Síða 37
ANDVARI
JÖNAS JÓNSSON FRA HRIFLU
35
og lieitum fundi í Borgarnesi fram til klukkan ac5 ganga fjögur ac5 nóttu.
Hann var búinn að ákveða að fara af stað norður í land ldukkan rúmlega 11
fyrir hádegi daginn eftir. Við sváfum í sama herbergi og mösuðum stundar-
korn saman, þar til Jónas steinsofnaði allt í einu. En áður bafði hann beðið
mig að vekja sig klukkan átta að morgni, af því að hann þyrfti að skrifa
nokkur sendibréf, áður en hann færi af stað. Eg gerði það og sá um,
að hann fengi að vera sem mest í friði við að skrifa í dagstofu minni fyrir
lraman svefnherbergi okkar. Þegar kom á 11. tímann, varð lítill friður fyrir
mönnum, sem endilega þurftu að ná tali af Jónasi. Klukkan hálftólf fór
hann og bað mig þá fyrir 18 sendibréf, að koma þeim á póstinn fvrir sig.
Allt þetta var hann búinn að skrifa frá því klukkan 8 að morgni, og var
þar á meðal a. m. k. ein alllöng grein í Tímann" (Þroskaárin, bls. 132).
Það var Jónasi ómetanlegur styrkur í hinum mörgu viðtölum hans
við ólíkt fólk, að hann hafði óvenjulega og sérstæða samræðuhæfileika.
Ólafur Friðriksson komst svo að orði um Jónas i ræðu, sem hann flutti
í fimmtugsafmæli hans, að „Jónas hefur hæfileika til þess að láta hverjum
einasta manni, sem hann kynnist, líka vel við sig, ef hann vill“ (Nýtt og
gamalt, bls. 20). Halldór Laxness segir um samtalsgáfu Jónasar, að ,,í
samtali verður vart hjá honum einkennilegrar ofurgnóttar hugmynda, eitt
málefnið rekur annað. . . En þótt hann virðist stundum bafa undramargt á
hraðbergi í senn, þá er fáum mönnum lagið að tæma umræðuefnið gersam-
lega á jafn skömmum tíma með því að kasta úr ýmsum áttum í senn ljósum
að kjarna málsins" (Tíminn 31. maí 1930). Það var ekki sízt þessi eiginleiki
Jónasar, er gerði kennslustundir bjá honum oft eftirminnilegar. Halldór
Laxness lýsir þessum hæfileikum Jónasar ef til vill enn betur í afmælisgrein,
sem hann reit um hann fimmtugan, en þar segir á þessa leið:
„Ég hef einkum kynnzt Jónasi Jónssyni frá þeirri hlið, sem veit frá
hinni pólitísku dægurbaráttu, heima á hinu vinsæla heimili hans, uppi
til sveita, í útlöndum. Hann hefur í fari sínu ákveðna heillandi eigin-
leika, sem ósjálfrátt draga menn að honum, bæði jábræður og andstæð-
inga. Þessi persónulega snerting er eitt af hans sterkustu vopnum. Eg
hef vitað römmustu andstæðinga hans mýkjast og jafnvel linast alveg upp
við persónuleg kynni af manninum sjálfum. Það er erfitt að skýra segul-
afl sumra manna. Að vísu hefur Jónas Jónsson óviðjafnanlega samtalsgáfu,
hæfileika til að segja sögulega frá einföldum hlutum, til að láta þann, er