Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 39
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
37
hluta á þingi. Alþýðuflokkurinn vildi ekki taka þátt í stjórn, en veitti
minnihlutastjóm Framsóknarflokksins stuðning. Algert samkomulag var
um það, að Tryggvi Þórhallsson myndaði stjórnina, og eins var einróma
ósk þingmanna flokksins, að Jónas væri með honum í henni, en nokkur
ágreiningur var um þriðja manninn. Jónas var tregur til að fara í stjórn-
ina, en lét þó undan eftir að ákveðið hafði verið, að Magnús Kristjánsson
yrði þriðji ráðherrann, en til hans bar hann nær óbilandi traust. Það mun
hafa ráðið tregðu Jónasar, að honum var bæði óljúft að hverfa frá skóla-
stjórninni og sækjast eftir metorðum og vegtyllum. Áhrif hans þyrftu
ekki heldur að verða neitt minni, þótt hann væri utan stjórnarinnar.
Það var strax Ijóst, að stjórn Framsóknarflokksins myndi sæta harðri
mótstöðu af hálfu andstæðinganna, en sókn þeirra þó einlcum beinast gegn
Jónasi Jónssyni, sem þeir höfðu talið höfuðandstæðing sinn á undanförn-
um árum og deilt meira á en nokkurn annan mann. Af hálfu þeirra
var það ekki sízt gagnrýnt, að Jónas Jónsson var dómsmálaráðherra, auk
þess að vera kennslu- og kirkjumálaráðherra. Andstæðingarnir töldu, að
hann skorti ekki aðeins lögfi'æðilega þekkingu til að annast dómsmála-
stjórnina, heldur væri hann of hlutdrægur og hefnigjarn til þess að geta
orðið réttsýnn dómsmálaráðherra. Til sönnunar um þetta birti Morgun-
blaðið gamla ádeilugrein, sem Kristján Albertsson hafði skrifað um Jónas
Jónsson, en Kristján var hins vegar hófsamari í blaði sínu, Verði, er hann
ræddi urn nýju stjórnina. Hann sagðist ætla að spara sér allar hrakspár.
Vörður hefði líka „margsinnis viðurkennt, að einn af ráðherrum hennar
(þ. e. stjórnarinnar), J. J., væri þrátt fyrir mikla ókosti gæddur góðum
hæfileikum og ríkum framsóknaráhuga."
Það leið ekki á löngu, að hin nýja stjórn léti til sín taka á mörgum
sviðum, og þó fyrst og fremst Jónas Jónsson. En fyrsta verk hans var að
veita gagnfræðaskólanum á Akureyri, arftaka Möðruvallaskólans, mennta-
skólaréttindi. Síðan fylgdi hvert verkið öðru á sviði skólamála. Það er ekki
á neinn hallað, þótt sagt sé, að Jónas liafi verið þau tæp fimm ár, sem hann
var kennslumálaráðherra, athafnasamastur allra þeirra, sem gegnt hafa því
embætti. Hann beitti sér fyrir verulegum breytingum á barnafræðslunni
og hafði forgöngu um fyrstu heimavistarbarnaskólana. Hann beitti sér fyrir
stofnun héraðsskólanna á Laugarvatni, í Reykholti og á Reykjum í Hrúta-
firði og mótaði m. a. með því þá stefnu, að slíka skóla ætti að byggja á