Andvari - 01.01.1970, Side 41
andvari
JÓNAS JÓNSSON FRÁ FIRIFLU
39
en mest munaði þó um vinnuhælið, sem lcomið var upp að Litla-Hrauni.
Gerbreytti þetta aðbúnaði fanga frá því, sem áSur var. Undir stjórn Jón-
asar var landhelgisgæzlan stóraubin, m. a. meS smíSi fullkomnasta varS-
skips, sem byggt hafSi veriS til þess tíma.
I heilbrigSismálum beitti Jónas sér fyrir ýmsum umbótum, en mikil-
vægust var sú, að haldið var áfram og lokið byggingu Landspítalans, en
Jónas Jónsson hafði ásamt Ingibjörgu H. Bjarnason verið mestur stuðn-
ingsmaður þess á þingi, að sú framkvæmd var hafin.
Jónas Jónsson hafði á þessum árum ábrif á framgang margra ann-
arra mála en þeirra, sem beyrðu beint undir ráðuneyti bans. MeSal ann-
ars átti hann þátt í því, að hugmynd, sem hann bafði lengi barizt fyrir,
stofnun sérstaks byggingar- og landnámssjóðs, varð að veruleika. Reyndist
það mikið framfaraspor fyrir sveitirnar. Þá átti bann frumkvæði að því,
að Iiafizt var handa um byggingu Arnarhvols.
Þótt ráðberraembættiS krefðist mikillar vinnu af Jónasi, gætti hann
þess vel að lokast ekki inni, heldur hafði áfram persónuleg tengsl við sem
allra flesta eins og áður. Hann bélt áfram fundaferðalögum og jók þau
fremur en bitt, þar sem Tryggvi Þórhallsson varð að halda meira kyrru
fyrir en áður, sökum vanbeilsu. ÞaS er tvímælalaust rétt, sem Skúli GuS-
jónsson á LjótunnarstöSum sagði í afmælisgrein um Jónas áttræðan, að
hin nánu tengsl, sem Jónas hafði við almenning á ráðherraárum sínum,
urðu til að breyta viðhorfi alþýðu til ráðherradóms. Rifjar Skúli m. a upp
skenmrtilega sögu, er gamall verkamaður í Reykjavík sagði bonum eitt
sinn af skiptum sínum við Jónas. Sagan er á þessa leið:
,,I þann tíð, er Jónas var ráðherra, stóð svo á fyrir mér, að ég þurfti
nauðsynlega að ná tali af honum og ræða við hann ákveðið málefni. Vinnu
minni var svo háttað, að ég gat með engu móti hitt hann á þeim tíma, sem
hann var í StjórnarráSinu. Þótt ég þekkti hann ekkert persónulega, brá
ég á það ráð að hringja til hans og spyrja hann, hvort nokkur leið væri
að ná tali af honurn á öðrum tíma en á venjulegum viðtalstíma.
Jónas spurði umsvifalaust: Geturðu kornið heim til mín klukkan sjö
í fyrramálið? Ég varð undrandi, en játti þó auðvitað og sagði, að mér yrði
varla skotaskuld úr því. A slaginu sjö hringdi ég svo dyrabjöllunni heima
hjá honum. Konan hans kom til dyra og bauð mér inn og beint inn í
svefnherbergi Jónasar, en hann var þá ekki kominn á fætur. Jónas heils-