Andvari - 01.01.1970, Side 42
40
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
aði mér og bauð mér sæti á rúmstokknum hjá sér. Konan kans kom með
rjúkandi kaffi, og meðan við drukkum kaffið, ræddum við málefni það,
sem mér lá á hjarta, og ég fékk mín vandkvæði leyst.“
Fjarri fór því, að það væru allir, sem voru hrifnir af Jónasi og störfum
hans sem ráðherra. Mörg verk hans öfluðu honum beinna óvinsælda, ekki
sízt meðal embættismanna, sem fannst hann beina geiri sínum óþarflega
gegn sér með auknu aðhaldi og eftirliti. Ymsar embættisveitingar hans voru
og umdeildar, m. a. vegna þess, að hann fylgdi lítt fyrri venjum um emb-
ættisaldur, heldur sóttist eftir að fela ungum mönnum ábyrgðarstörf. Þannig
urðu t. d. miklar deilur, þegar hann skipaði Pálma Hannesson rektor við
Menntaskólann í Reykjavík. Vel má vera, að Jónas hafi stundum gengið
helzt til langt í þeim efnum, en oft var engu líkara en hann væri haldinn
þeirri ástríðu að vera að leita að ungurn mönnum og koma þeim til vegs.
Þetta gilti ekki aðeins um stöðuveitingar, heldur margvíslegar fyrirgreiðslur
og leiðbeiningar. Þeir rnenn, sem Jónas liðsinnti eða leiðbeindi ungum,
eru ótrúlega margir, og bafa sumir bafizt til hinna ábyrgðarmestu starfa.
T. d. átti hann þátt í því, að núverandi biskup Islands þurfti ekki að hætta
námi í menntaskóla og núverandi forseti Islands valdi sér fornleifafræði
að framhaldsnámsgrein, svo að tvö dæmi séu aðeins nefnd.
Andstæðingar Jónasar notuðu sér að sjálfsögðu til hins ýtrasta, að ýmis
verk hans voru umdeild. Stjórnarandstaða á Islandi mun sjaldan hafa verið
harðari og óvægnari en á þessum tírna, og meginsókn hennar var beint að
Jónasi. Hann var sagður aðalmaður stjórnarinnar og raunar sá, sem öllu
réði. Tryggvi væri „stóra núllið". Þetta var vitanlega fjarri öllu lagi, þótt
Jónas réði miklu. Hinar hóflausu árásir á Jónas gerðu hann að valdbrjál-
uðunr óþokka í augum andstæðinganna, en að bálfgerðum dýrlingi í aug-
um fylgismanna hans. Sennilega hefur enginn íslenzkur stjórnmálamaður
verið eins umdeildur og Jónas á þessum tínra. Skúli Guðjónsson kemst
réttilega þannig að orði í áðurnefndri grein sinni, að „nreðan áhrif Jónasar
á íslenzk stjómmál voru nrest, mátti það teljast til lrreinna undantekninga
að hitta nrann, senr gat rætt unr hann ástríðu- og hitalaust."
Hjá því gat ekki farið, að hinar Irörðu ádeilur andstæðinganna á Jónas
Jónsson hefðu áhrif á ýmsa sanrherja hans í Framsóknarflokknum, enda
þótti sumum þeirra hann fara fullgeyst og vera stundunr harðskeyttari í
skiptunr sínum við andstæðingana en góðu hófi gegndi. Jónas tók líka