Andvari - 01.01.1970, Page 46
44
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
um þingmönnum öðrum, Rænclaflokkinn. í þingkosningunum, sem fóru
fram sumarið 1934, hélt Framsóknarflokkurinn vel velli, þrátt fyrir þennan
klofning, en Bændaflokkurinn náði ekki verulegu fylgi. Jónas átti tví-
mælalaust mestan þátt í því, að Framsóknarflokkurinn komst jafn klakk-
laust yfir þennan klofning. Hann reyndist eiga sterkt persónulegt fylgi
um allt land, og hann vann sleitulaust, rneðan á þessum átökum stóð,
ferðaðist mikið um landið, átti samtöl og bréfaskriftir við fjölda manna
og skrifaði mikið í blöð flokksins. Þó mun það sennilega hafa ráðið
úrslitum, að hann hafði átt þátt í að tefla fram ungum mönnum, sem
voru nú komnir í fylkingarhrjóst og stóðu fast með honum. Má þar eink-
um nefna Eystein Jónsson, Hermann Jónasson, Gísla Guðmundsson, Stein-
grím Steinþórsson, Sveinhjörn Högnason, Skúla Guðmundsson, Hannes
Pálsson á Undirfelli og raunar marga fleiri.
Þar sem Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn höfðu orðið fyr-
irfram ásáttir um stjórnarsamvinnuna, var samvinna þeirra eðlileg eftir
kosningar, þar sem þeir höfðu hlotið þingmeirihluta. Það hefði líka verið
eðlilegt, að Jónas Jónsson yrði forsætisráðheiTa þeirrar stjórnar, þar sem
hann átti óumdeilanlega mestan þátt í sigri flokkanna. Miðstjórn flokks-
ins kaus hann líka einróma sem forsætisráðherraefni flokksins, en í þing-
flokknum hlaut hann 10 atkvæði, en atkvæði hans sjálfs og fjögurra ann-
arra þingmanna féllu á Sigurð Kristinsson, Eystein Jónsson og Hermann
Jónasson. Þegar forustumönnum Alþýðuflokksins var skýrt frá því, að
Framsóknarflokkurinn hefði tilnefnt Jónas sem forsætisráðherra, neituðu
þeir að styðja hann. Þeir báru einkum við ráðríki hans, en hitt mun ekki
hafa ráðið minna, að þeir óttuðust, að Alþýðuflokkurinn kynni að hverfa
meira í skuggann, ef Jónas yrði forsætisráðherra, og lcynni flokkurinn að
tapa á því. Jónas vildi ekki eins og á stóð láta samstarf flokkanna slitna
sín vegna, heldur tilkynnti Framsóknarflokknum næsta dag, að hann gæfi
ekki kost á sér, en benti á Hermann Jónasson sem forsætisráðherra. Synjun
Alþýðuflokksins var Jónasi þó ekki sársaukalaus, eins og sést á því, að hann
ritaði forustumönnum hans bréf nokkru síðar, þar sem deilt er á þessa
afstöðu þeirra, en þeir svöruðu með bréfi, þar sem flokksmönnum Jónasar
sjálfs er kennt um, að hann varð ekki ráðherra. Þessi bréf voru ekki birt
fyrr en nokkrum árum síðar.
Jónas Jónsson var kosinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi,