Andvari - 01.01.1970, Side 47
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
45
sem var haldið fyrir kosningarnar 1934. Hann átti þess kost að vera kjör-
inn formaður flokksins 1933, en taldi það ekki hyggilegt vegna þess ágrein-
ings, sem þá ríkti í flokknum. A kjörtímabilinu 1934—1937 var Jónas
valdamesti maður flokksins, ásamt hinum xiýju ráðherrum hans, Hermanni
Jónassyni og Eysteini Jónssyni. Samvinna þessara manna var þá góð, og
gerðu þeir Hermann og Eysteinn sér far um að taka sem fyllst tillit til
ráða Jónasar. Jónas studdi þá líka eindregið og þá stefnu, sem stjórnin
fylgdi. Hann lét að vanda mörg mál til sín taka og hafði mikil áhrif á
gang þeirra. í þingkosningunum 1934 var hann kosinn þingmaður Suður-
Þingeyinga, en landskjörið hafði þá verið lagt niður og landskjörnir þing-
menn misst umboÖ sitt. Jónas lét málefni Þingeyinga sig síðan miklu varða
og studdi að framgangi fjölmargra hagsmunamála héraðsins.
Sambúð Jónasar og forustumanna Alþýðuflokksins fór heldur versn-
andi á þessurn árum, en þó hélzt áfram vinátta þeirra Jóns Baldvinssonar.
Einkum kom til mikilla átaka um síldarverksmiðjur ríkisins, því að náinn
vinur Jónasar, Þonnóður Eyjólfsson, lenti þar í deilum við Alþýðuflokks-
menn. Jónas stóð fast með Þormóði, eins og vandi hans var, þegar góð-
vinir hans áttu hlut að máli, og olli þetta mál verulegum vandræðum í
sambúð stjórnarflokkanna. Mörgum flokksmönnum Jónasar þótti og nóg
um, hve hart Jónas sótti á vissum sviðum gegn kommúnistum, en hann
vildi m. a. banna skólavist þeim nemendum, sem héldu uppi málflutningi
fyrir kommúnista. Kom til brottvikingar af þessum ástæðum bæði í mennta-
skólanum á Akureyri og héraðsskólanum á Eaugarvatni, en þar fylgdu
ráðamenn skólanna stefnu Jónasar. Jónas hóf strax harða baráttu gegn
kommúnistum eftir að flokkur þeirra var stofnaður 1930, og mun tvennt
einkum hafa valdið því. Annað var það, að Jónas taldi þá geta veikt eða
klofið Alþýðuflokkinn og Jjannig grafið grunninn undan samstarfi hans
og Eramsóknarflokksins. Hitt var það, að Jónas hafði jafnan veriö og var
andvígur gerbyltingannönnum, eins og vel kemur í ljós í grein, sem hann
skrifaði í Skírni 1914 um framsókn og íhald. Jónas vildi, að breytingar í
þjóðfélaginu byggðust á þróun, en ekki snöggri byltingu. Hann vildi líka
halda í margt, eins og hina gömlu sveitamenningu, en hann óttaðist, að
henni væri hætt, ef hér kæmi til skyndilegrar byltingar. Þess vegna áleit
hann nauðsynlegt að kveða kommúnismann niður sem fyrst og hóf því
mikla ritdeilu við Einar Olgeirsson rétt eftir stofnun Kommúnistaflokksins.