Andvari - 01.01.1970, Síða 51
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
49
harðna og þó einkum eftir að hann hóf útgáfu Ófeigs 1944, þar senr
nrjög var deilt á flokksforustuna. Miðstjóm flokksins ákvað því að efna til
framhoðs á móti honum í Suður-Þingeyjarsýslu í kosningunum 1946, en
flokksfélagið í sýslunni studdi framboð hans. Náði Jónas kosningu og sat á
þingi til 1949, er hann gaf ekki lengur kost á sér. Eftir 1946 rnátti heita, að
ekki væru lengur nein tengsl milli hans og Framsóknarflokksins. I þing-
kosningunum 1959 og síðar studdi hann þó eindregið frambjóðendur flokks-
ins í Reykjavík. Hann sótti einnig afmælishóf flokksins 1966, og rétt áður
en hann lézt hafði hann ákveðið að skrifa greinaflokk í Tímann um „Leifs-
línuna“.
Þótt Jónas léti af þingmennsku 1949, þá 65 ára gamall, hélt hann
áfram að láta sig landsmál miklu varða. Hann skrifaði rnikið í blöðin
Ofeig og Landvörn, sem hann var ritstjóri að, og síðar í Mánudagsblaðið.
Mestu áhugamál hans nú sem fyrr voru skóla- og uppeldismálin, en einnig
skrifaði hann mikið um ,,Leifslínuna“, en svo nefndi hann þá stefnu, að
island ætti að hafa nána samvinnu við engilsaxnesku ríkin, og þó sérstak-
lega Bandaríkin. Annars kom hann víða við í greinum sínum eins og áður,
því að hann lét sér fátt óviðkomandi.
Auk hinna mörgu blaðagreina, sem Jónas skrifaði á þessum árum,
fékkst hann við mörg önnur ritstörf. Hann skrifaði mikið rit um tíma-
bilið 1830—74 í Sögu Islendinga og einnig rit í þremur bindum um helztu
forustumenn Islands um aldamótin síðustu. Auk ritstarfanna hafði hann
mörg önnur járn í eldinum. Hann var um skeið helzti forustumaður
Stjórnarskrárfélagsins, sem hafði það á stefnuskrá sinni að aðskilja fram-
kvæmdavald og löggjafarvald og að kosið væri til Alþingis í einmennings-
kjördæmum. Hann átti ríkan þátt í byggingu Hallgrímskirkju, sem forn-
vinur hans, Guðjón Samúelsson, hafði teiknað. Hann átti frumkvæði að
því, að Menningarsjóður hóf útgáfu á mannkynssögu Durants. Þannig
lét hann að sér kveða á ýmsurn sviðum til hinztu stundar.
Vafalaust hefur viðskilnaður Jónasar við Framsóknarflokkinn ekki verið
honum sársaukalaus, enda vék hann oft að honum í skrifum sínum. Síð-
ustu ár ævinnar virtist hann þó orðinn sáttur við hlutskipti sitt. Hann
fylgdist stöðugt vel með gangi þjóðmálanna og ræddi um þau við ýmsa
kunningja sína og átti oft langar viðræður eða símtöl við þá um þau efni.
Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur kynntist Jónasi allnáið eftir að hann
4