Andvari - 01.01.1970, Side 58
56
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVAEI
árósum við einhverja sæfara, sem klerhur telur hafa verið frá Norðursjávarsvæð-
inu. Til að tortíma Atlantis þarf hann að koma í gang samtímis aðskiljanlegum
eldfjöllum, rneðal þeirra Heklu, Etnu og Santórín, og cinnig að láta kómetu
falla til jarðar við mynni Eiderfljóts. Allir styðjast þessir Atlantisspekúlantar við
áðurnefnda þætti Platóns, og er þá að víkja að því, sem Platón hefur að segja
um þetta land.
í þættinum Timæus lætur Platón Kritías, sem raunar var einn af hinum 30
harðstjórum í Aþenu, segja frá því, að Sólon spekingur hafi, þá er hann var í
Egyptalandi (um 590 f. Kr.), gengið á vit egypzkra presta í Sais, sem þá var
stjórnaraðsetur Egypta. Sólon ræddi þar við hina lærðu presta m. a. um elztu
arfsagnir, sem hann kunni að segja af forfeðrum sínum, svo sem sögnina um
Deukalion og flóðið mikla. Þá hrópaði maður fjörgamall í hópi hinna egypzku
presta: „Ó, Sólon, Sólon, þið Grikkir eruð alltaf hrein börn og enginn öldungur
ykkar á meðal. ... Þið eigið engin fræði elligrá og engar sagnir aftan úr grárri
forneskju. ... Þið munið ekki nema eitt flóð, þótt það sé langt í frá það fyrsta,
og ykkur er ókunnug sú staðrcynd, að í landi ykkar bjó fyrir mesta flóöiö skipu-
lagslega háþróuð, herská, gáfuð og listræn þjóð, og eru núverandi Aþeningar af-
komendur þeirra af þessari þjóð, sem lifðu af hamfarimar miklu.“
Prestarnir lýsa síðan stjórnarfari hinna fornu Aþeninga og fræða Sólon á
því, að þeir hafi endur fyrir löngu hrundið árás hers frá voldugu ríki úti í Atlants-
hafi, utan við stoðir Heraldesar. Það var stærra en Lýbía og Asía samanlagðar.