Andvari - 01.01.1970, Page 62
60
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
Eyjahaf og nálæg svæði. Örvarnar sýna helztu verzlunarsamhönd Krítverja um 1500 f. Kr.
sem ég hef mjög stuðzt við, að hvort sem þessi orð séu rétt höfð eftir Platón eða
elcki, túlki þau þá afstöðu, sem líklegast sé að hann hafi haft til Atlantissagn-
arinnar.
Aldamótaárið 1900 hóf brezki fornleifafræðingurinn Arthur Evans þann
fomleifagröft á eynni Krít, sem smám saman opinberaði einhverja þá merkileg-
ustu fommenningu, sem dafnað hefur á þessum hnetti, þá bronzaldarmenningu,
sem nefnd er hin mínóska. Það er raunar einkennandi fyrir bronzaldarmenningu
margra landa, að hún ber a'f fyrsta skeiði járnaldar um fágun og glæsileik, og
nægir að nefna Danmörku í því sambandi. En engin bronzaldarmenning jafnast
á við þá, sem þróaðist á hinni fögru og fjöllóttu Eyjahafseyju og náði hámarki á
16. og 15. öld f. Kr. Þessi menning þroskaðist á meir en þúsund ára löngu skeiði
friðar og farsældar, sem þarna ríkti í skjóli sjóveldis, sem undir lokin drottnaði
yfir mörgum eyjum í Eyjahafi og hluta af meginlandi Grikklands, átti viðskipti
við lönd allt frá Sikiley í vestri austur til Kýpur, Egyptalands og Litlu Asíu og
mótaði er fram liðu stundir þá menningu Pelopsskaga og Attíku, sem nefnd
hefur verið hin mýkenska.
Frægustu menjar þessarar menningar eru þær, sem Evans og samverkamenn