Andvari - 01.01.1970, Side 63
ANDVARI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
61
hans grófu úr jörðu á fyrstu áratugum þessarar aldar, konungshöllin eða halla-
þyrpingin í Knossos, sem er í fallegu dalverpi um 5 km suðaustur af núverandi
hafnarborg Herakleion á norðurströnd Krítar, en álíka langt í suðvestur frá hin-
um forna hafnarbæ Amnísos. Síðar hafa mínóskar fornminjar, litlu síðri um glæsi-
leik, verið grafnar fram víða á Krít, í Hagía Tríada, Faistos, Kato Zakro og víðat.
Ekki er enn vitað með neinni vissu, hvar sú þjóð er upprunnin, sem látið
hefur eftir sig þessar glæsilegu rninjar, en líklegt er talið, að hún sé upprunnin
í Litlu Asíu. Það hefur torveldað mjög túlkun á menningarsögu Krítverja hinna
fornu, að ekki hefur enn tekizt að ráða það letur, sem þeir notuðu á blómaskeiði
menningar sinnar, eða þar til frarn yfir 1450, hið svokallaða línuletur A, og ekki
eru tveir tugir ára síðan Michael Ventris, ungu ensku gáfnaljósi, tókst að ráða
það letur, línuletur B, sem tók við af hinu upp úr 1450 og einnig er að finna
á fornum leturtöflum Mýkena. Sérfræðingum til ekki lítillar undrunar reyndist
sú tunga, sem skráð var þessu letri, vera gríska, ærið fornleg. Því miður hafa þær
áletranir, sem túlkaðar hafa verið, aðallega að geyma skrár af ýmsu tagi varðandi
búskap og verzlun og hafa enn ekki bætt mikið um þá vitneskju, sem fomleifa-
fræðingarnir höfðu grafið upp.
Hér er ekki tími til að lýsa í löngu máli þeim sérkennum hinnar mínósku
hámenningar, sem birtast í hallarborginni Ivnossos og annars staðar, þar sem
fomleifafræðingar hafa verið að verki. Greinargóðar lýsingar er að finna í bók
W. Durants „Grikkland hið foma“ í ágætri þýðingu Jónasar Kristjánssonar. Er
það, sem hér verður sagt um menningu Krítverja, aðallega úr þeirri bók.
Tvíöxin (labrýs) og stílfærð nautshorn.
Helgitákn Krítverja hinna fornu.
„Parísardamarí'. Teikning af freskómál-
verki tír Knossoshöll frá 1500—1450
f. Kr.