Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 65
ANDVARI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
63
lllllil! IIIIIIIII! IIIIIIIII! IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII! II IIII li I! IIIII! III! II lll III I! IIIIIIIIII llll II llll IIIIIII! IIIIIIIIIIIIIII! IIIII. Illllillllll IIIIIII! IIIIIIIIII ll II
Mínóskur nautaleikur. Teikniug af veggmálverki úr Knossoshöll frá 16. öld f. Kr.
áhrifa frá Lidu Asíu og Egyptalandi. — Krítverjar höfðu mikið yndi af döns-
um, en íþrótt íþrótta þar í landi var þó eins konar nautaat, frábrugðið því sem
við þekkjum nú á dögum aÖ því leyti, að hér var ekki um það að ræða að bana
nautunum. Konur jafnt sem karlar settu sig í mikinn lífsháska með því að þreyta
hina ótrúlegustu leikfimi og loftkastaæfingar á þessum mannýgu nautum á leik-
vanginum, grípa um horn þeirra er þau komu æðandi og taka heljarstökk yfir
hrygg þeirra. Nautin voru veidd án þess að vopn væru notuð. Hins vegar var
nautum fómað á stórhátíðum og blóði þeirra roðið á hinar helgu súlur. Nauta-
leikjum Krítverja og lífsháttum er allvel lýst í skáldsögu Kristmanns Guðnrunds-
sonar „Gyðjan og uxinn“.
Um konungshöllina í Knossos skal þetta sagt: Hún var, eins og aðrar hallir á
Krít, byggð úr kalksteini og gipsi, en timbur í þökum og súlum nema á neðstu
hæð, sem borin er uppi af steinsúlum. Trésúlurnar vom úr kýprusviði og ein-
kennandi fyrir þær, að grennast niður, og er það vegna þess, að trjánum var
snúið öfugt, svo að rótarhnyðjan myndaði höfuð súlunnar. Er ekki ólíklegt, að
hin dórísku, jónísku og korintísku súluhöfuð Grikkja hafi þróazt út frá þessu
súlulagi. Súlurnar í Knossos voru rauðlitaðar, og kann það að standa í sambandi
við þann trúarsið, er áður er nefndur, að rjóða stöpla blóði. Sú hallarþyrping,
sem grafin hefur verið upp í Knossos, er um 20.000 fermetrar að flatannáli, og
er aðeins ein höll fornaldar, sem vitað er um, meiri um sig, höll Nebúkadnesars
í Babýlon. En Knossoshöllin var í þremur til fjórum hæðum, byggð umhverfis
miðgarð, 2.000 fermetra, og í höllinni hvers kyns vistarverur, viðhafnarsalir, hjúa-
skálar, varðhús, verkstæði, vínpressuhús, dýflissa og mörg og mikil forðabúr með
stórum leirkerum undir kornvörur og ólífur. Cftveggir vom að ofan settir stíl-
færðum nautshornum, táknum hinna helgu dýra.
Eitt hið íurðulegasta í Knossoshöll var vatnsleiðslukerfið, sem ber af öllu