Andvari - 01.01.1970, Síða 67
ANDVARI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
65
Mínósk ker úr Knossoshöll, ætluS undir ólífuviðarolíu (kerið lengst til vinstri)
og drykkjarföng.
versity í Belfast, nafnlausa grein í stórblaðið The Times. Greinin bar yfirskrift-
ina „The lost continent" — meginlandið týnda. í þessari grein setur Frost, fyrstur
manna, fram þá skoðun, að frásögn Platóns endurspegli hið forna mínóska sjó-
veldi og hámenningu þess. Hann bendir á, að með frásögn Platóns og því, sem
menn viti um bronzaldarmenningu Krítar, sé svo margt furðu líkt, að ekki geti
verið um einberan beilaspuna Platóns að ræða. Hann vitnar í orð Platóns: „Á
eyju þessari var voldugt og merkilegt ríki, sem náði yiir gjörvalla eyna og margar
aðrar eyjar, sem og svæði á meginlandinu." En þessi ummæli eiga svo sannar-
lega vel við unr hið mínóska veldi. Sama er að segja um Knossoshöll með hennar
skrauti og hennar baðherbergjum, nautaleikum og nautaveiðum án vopna, en
þessum nautaveiðum er frábærlega lýst á gullbollunum frægu frá Vafíó á Pelops-
skaga, sem taldir eru vera verk krítversks listamanns. Frost vekur athygli á því,
sem síðar verður hér að vikið, að hin mínóska menning hverfur með næsta skyndi-
legum og lítt skiljanlegum hætti.
Grein Frosts og ritgerð, sem hann birti nokkru síðar um sama efni, vöktu
lida athygli, og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum, og í sambandi við það,
sem fomleifarannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós, að margir hafa aðhyllzt sjónar-
mið hans. Það er og að verða æ ljósara, að grískar arfsagnir geyma sitthvað af
minningum um hina krítversku gullöld, þótt Hómerskviður beri aðallega svip
akkeískrar og mýkenskrar menningar, en nrýkensk menning er að nokkru leyti
arftaki þeirrar mínósku.
5