Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1970, Page 70

Andvari - 01.01.1970, Page 70
68 SIGURÐUR ÞÓRARINSSON ANDVAHI vcrka er í grafhýsi Semnuts frá því um 1492, en Semnut var um 1500 stórvezír Hatsepsut, sem var eini kvenmaðurinn á faraóstóli. Annað er í grafhýsi Usera- mons frá um 1467. Hið þriðja og mesta er í grafhýsi Rekmires frá um 1470, en Rekmires var vezír hins mikla herstjóra Tútmósis III faraós. Fjórða myndin er í grafhýsi Menkheperresonebs, sonar Rekmires. Þar sést m. a. drykkjarílát í líki nautshöfuðs, greinilega krítverskt. Um 1450 er klæðnaði Krítverjanna á myndinni í grafhýsi Rekmires breytt til mýkensks stíls, og gæti þctta stafað af því, að Krít var þá komin í hendur Mýkena. Keftíu eða Krítar er einnig getið á hinni frægu sigurtöflu Tútmósis III, sem fyrr er nefndur, en hann ríkti frá 1490 til 1436. Nokkrir egypzkir munir hafa fundizt í Knossos á Krít, þ. á m. alabastursker með nafni og titlum Tútmósis III. Ljóst er af því, sem hér hefur verið á minnzt, að egypzkir prestar á dögum Sólons hafa getað vitað sitt af hverju um Krít til forna, enda þótt það land hverfi næsta skyndilega úr egypzkum heimildum um miðja 15. öld. Og það sem satt kann að vera í Atlantisfrásögn Piatóns, hefði að verulegu leyti getað borizt ein- mitt þá leið sem Platón nefnir, frá egypzkum klerkum til Sólons og svo áfram til Kritíasar þess, sem Platón vitnar í. En hvað sem annairs er að segja um sannleiksgikli frásagnar Platóns, er þó eitt í henni augljóslega víðs fjarri sanni, sem sé það, að Atlantismenningin, eins og hann lýsir henni, hafi verið í blóma um 9000 árum fyrir daga Sólons. Sú menning, sem hann lýsir, er augljóslega bronzaldarmenning á háu stigi, en bronzaldarmenning hefst hvergi í veröldinni fyrr en á þriðja árþúsundinu fyrir Krist. Til Norðurlanda barst hún ekki fyrr en um 1500 f. Kr. Fyrir nokkrum árum setti fremsti núlifandi jarðskjálftafræðingur Grikkja, A. G. Galanopoulos, fram athyglisverða skýringu á þessu, hvort sem hún nú er rétt eða ekki. Hann bendir á, að þessi aldurstala sé ekki eina talan, sem auðsæi- lega sé alltof há í Atlantissögn Platóns. í Kritíasþættinum er sagt, að sléttan, sem umkringdi konungsborgina, sé 3000 skeiðrúm á lengd, en 2000 á breidd, en miðslétta Krítar, sem Galanopoulos telur að sé átt við, er um 54 km löng og 37 km breið, þ. um 300X200 skeiðrúm, eða 10 sinnum minni á hvorn veg en Platón segir. Og það sama virðist gilda um aðrar þær tölur í frásögn Platóns, þar sem um þúsundir er að ræða, þær eru 10 sinnurn of háar. Þar er talað um 60.000 landskika (kleros), þar sem 6000 væri sennileg tala, og 10.000 hervagna, þar sem 1.000 væri einnig sennileg tala. En þar sem Plaitón talar um tugi, svo sem í lýs- ingum á hinni fornu metrópólis, eru tölurnar sennilegar. Þetta skýrir Galano- poulos þannig, að Sólon hafi ruglazt á egypzku táknunum fyrir 100 og 1000. í þessu sér hann eina af aðalástæðunum fyrir því, að Sólon og Platón koma Atlantis ekki fyrir í Eyjahafi eða Miðjarðarhafi og verða að flytja það út í At-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.