Andvari - 01.01.1970, Page 70
68
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVAHI
vcrka er í grafhýsi Semnuts frá því um 1492, en Semnut var um 1500 stórvezír
Hatsepsut, sem var eini kvenmaðurinn á faraóstóli. Annað er í grafhýsi Usera-
mons frá um 1467. Hið þriðja og mesta er í grafhýsi Rekmires frá um 1470,
en Rekmires var vezír hins mikla herstjóra Tútmósis III faraós. Fjórða myndin
er í grafhýsi Menkheperresonebs, sonar Rekmires. Þar sést m. a. drykkjarílát í
líki nautshöfuðs, greinilega krítverskt. Um 1450 er klæðnaði Krítverjanna á
myndinni í grafhýsi Rekmires breytt til mýkensks stíls, og gæti þctta stafað af
því, að Krít var þá komin í hendur Mýkena. Keftíu eða Krítar er einnig getið á
hinni frægu sigurtöflu Tútmósis III, sem fyrr er nefndur, en hann ríkti frá
1490 til 1436. Nokkrir egypzkir munir hafa fundizt í Knossos á Krít, þ. á m.
alabastursker með nafni og titlum Tútmósis III.
Ljóst er af því, sem hér hefur verið á minnzt, að egypzkir prestar á dögum
Sólons hafa getað vitað sitt af hverju um Krít til forna, enda þótt það land hverfi
næsta skyndilega úr egypzkum heimildum um miðja 15. öld. Og það sem satt
kann að vera í Atlantisfrásögn Piatóns, hefði að verulegu leyti getað borizt ein-
mitt þá leið sem Platón nefnir, frá egypzkum klerkum til Sólons og svo áfram
til Kritíasar þess, sem Platón vitnar í.
En hvað sem annairs er að segja um sannleiksgikli frásagnar Platóns, er þó
eitt í henni augljóslega víðs fjarri sanni, sem sé það, að Atlantismenningin, eins
og hann lýsir henni, hafi verið í blóma um 9000 árum fyrir daga Sólons. Sú
menning, sem hann lýsir, er augljóslega bronzaldarmenning á háu stigi, en
bronzaldarmenning hefst hvergi í veröldinni fyrr en á þriðja árþúsundinu fyrir
Krist. Til Norðurlanda barst hún ekki fyrr en um 1500 f. Kr.
Fyrir nokkrum árum setti fremsti núlifandi jarðskjálftafræðingur Grikkja,
A. G. Galanopoulos, fram athyglisverða skýringu á þessu, hvort sem hún nú er
rétt eða ekki. Hann bendir á, að þessi aldurstala sé ekki eina talan, sem auðsæi-
lega sé alltof há í Atlantissögn Platóns. í Kritíasþættinum er sagt, að sléttan, sem
umkringdi konungsborgina, sé 3000 skeiðrúm á lengd, en 2000 á breidd, en
miðslétta Krítar, sem Galanopoulos telur að sé átt við, er um 54 km löng og 37
km breið, þ. um 300X200 skeiðrúm, eða 10 sinnum minni á hvorn veg en
Platón segir. Og það sama virðist gilda um aðrar þær tölur í frásögn Platóns, þar
sem um þúsundir er að ræða, þær eru 10 sinnurn of háar. Þar er talað um 60.000
landskika (kleros), þar sem 6000 væri sennileg tala, og 10.000 hervagna, þar sem
1.000 væri einnig sennileg tala. En þar sem Plaitón talar um tugi, svo sem í lýs-
ingum á hinni fornu metrópólis, eru tölurnar sennilegar. Þetta skýrir Galano-
poulos þannig, að Sólon hafi ruglazt á egypzku táknunum fyrir 100 og 1000.
í þessu sér hann eina af aðalástæðunum fyrir því, að Sólon og Platón koma
Atlantis ekki fyrir í Eyjahafi eða Miðjarðarhafi og verða að flytja það út í At-