Andvari - 01.01.1970, Síða 71
ANDVARI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
69
lantshaf, út fyrir stoðir Heraklesar, þ. e. Gíbraltar. En hafi þetta land verið 10
sinnunr minna á hvern veg, eða 100 sinnurn minna að flatarmáli en Platón ætlaði,
þarf elcki að fara með það út í hafsauga til að korna því fyrir, þá hefur það getað
verið í Eyjahafi, enda voru stoðir Heraklesar nafn á hömrum á suðvesturströnd
Grikklands, meðan sjónhringur Grikkja var þrengri en síðar varð. Og hafi Sólon
ruglazt á hundraðstákninu og þúsundtákninu, hefur Atlantismenningin ekki
verið í blóma 9000 árum fyrir daga hans, heldur 900 árurn, þ. e. um 1500 árum
f. Kr., og þar með erurn við einmitt inni í lokaskeiði bronzaldarmenningarinnar
á Eyiahafi.
11. Eldgosið mikla á Scmtórín og afleiðingar þess.
Lokaþáttur Atlantissagnarinnar, sem valdið hefur fræðimönnum mestum
heilabrotum, eru þau geigvænlegu endalok, að landið Atlantis sekkur skyndi-
lega í sæ.
Allar götur síðan fræðimenn tóku að kynnast hinni fornu hámenningu
Krítar, hefur það verið þeim ærin ráðgáta, hvers vegna veldi Krítar líður undir
lok að því er virðist með næsta skjótum hætti. Um 1500, eða u. þ. b., er það í
hve mestum blóma og sambönd þess við Egyptaland og önnur lönd aldrei meiri
en þá og næstu áratugi á eftir. En um miðja 15. öldina hverfur Keftíu með öllu
úr egypzkum samtímaheimildum, og um það leyti virðast flestar mínóskar hallir
komnar í rúst, og það ekki aðeins á Krít, heldur einnig á öðrum eyjum. Knossos
ein, sem liggur nokkuð frá sjó, réttir aftur við, og þar blómgast mikil listmenn-
ing um alllangt skeið, en hún er þó með nokkuð öðrum svip en áður, ber greini-
legt svipmót mýkenskrar menningar. íbúar Hellas hafa náð yfirráðúm á Eyjahafi.
Hin mýkenska gullöld er í aðsigi, sú er lét eftir sig ljónahliðið fræga í Mýkene,
veggmálverkin í Tírýns og aðrar gersemar.
Um 120 km norður af Krit og syðst í Hringeyjum er eyja, sem í fyrndinni
nefndist Stronghýli, þ. e. hin hringlaga, en nú Þera eða Santórín. Fyrir nokkrum
árþúsundum var þetta ein eyja, en nú samanstendur Santórín af finun eyjum, og
heitir hin stærsta Þera, en hin næststærsta Þerasía, og uinlykja þær hafsvæði
nm 83 km2 að flatarmáli og allt að 400 m djúpt, en á því svæði eru þrjár eyjar,
Palæa (þ. e. gamla) Kameni, Nea (nýja) Kameni og Aspronisi. Kairheni-eyjamar
nru virkar eldstöðvar, þær einu að heita má í Miðjarðarhafinu utan Italíu. Elzta
gos, sem vitað er um þar, hófst 198 f. Kr., og myndaðist þá smáeyja, er nefnist
Hiera, en önnur smáeyja, Þeia, myndaðist þar rétt hjá 46 e. Kr., og 14 ámm síðar
sameinaði gos þessar eyjar. Elin sameinaða eyja stækkaði í gosum 726, 1457 og
1508 og heitir nú Palæa Kameni. Nýja Kajneni tók að myndast í gosi 1573, og