Andvari - 01.01.1970, Síða 75
ANDVARI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
73
Kort D. Ninkovichs og B. Heezens af útbreiðslu og þylikt Santónnargfóskulagsins á botni
Eyjahafs. Þykkt lagsins mæld í borkjömum teknum af sænska Albatross-leiðangrinum 1947
~48 (þríhyrningar) og ameríska Verna-leiðangrinum 1956 (deplar). X táknar kjarna, þar
sem lagsins varð ei vart.
mesta, ef ekki hið mesta sprengigos, sem orðið hefur á jörðinni síðustu 5000 árin
a. m. k., hefur orðið þarna á miðju Eyjahafi, nær miðsvæðis á hinu mínóska
nienningarsvæði, fyrir um 3500 árum eða svo, og fer varla hjá því, að áhrifa þessa
feiknlega goss hefur gætt um allt þetta svæði og líklegt, að þau áhrif hafi orðið
afdrifarík. Ninkovich, Heezen, Marinatos, Galanopoulos o. fh, sem ritað hafa
urn líkleg áhrif þessa goss, bera það og áhrif þess saman við gosið mikla í Krakatá
sumarið 1883, enda er þar um hliðstæðu að ræða.
Saga þessara eldstöðva er mjög lík og raunar alveg hliðstæð sögu Vesúvíusar,
Oræfajökuls, Dyngjufjalla og fleiri eldfjalla. Undir þessum eldfjöllum er kviku-
þró á tiltölulega litlu dýpi, og í þessari þró verða breytingar á hergkvikunni
milli gosa, þannig að efsti hluti hennar verður æ súrari, þ. e. kísilsýruauðugri,
jafnframt því sem gasþrýstingur vex, og leiðir þessi þróun að lokum til sprengi-
eða þeytigoss, sem verður því kröftugra sem lengra er um liðið frá síðasta gosi.
Bergkvikan, sem ryðst upp, er súr eða ísúr, þ. e. líparítísk-andesítísk eða dasítísk.
Aileiðing gossins er m. a. öskjumyndun, og í öskjunni hefjast fyrr eða síðar gos
að nýju úr basískari bergkviku en þeim, er þeyttist upp í sprengigosunum. Gos
svipaðs eðlis og Santórinargosið síðan sögur hófust hérlendis eru Heklugosið 1104,
Oræfajökulsgosið 1362 og Öskjugosið 1875. Krakatárgosið er þó líkara Santórín-
argosinu að því leyti, að þar er einnig um að ræða eyju á hafi úti, sem gaus.