Andvari - 01.01.1970, Síða 77
ANDVARI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
75
hjá Akrótíri og eru frá Krít komin, en hann telur hin yngstu þessara kera nokkr-
um áratugum eldri en þau, sem finnast í hinum hrundu Krítarborgum.
Marinatos telur, sem fyrr getur, að Atlantissögn Platóns sé fyrst og fremst
byggð á hellenskum arfsögnum um hið mínóska sjóveldi á Krít og menningu
þess. Jarðskjálftafræðingurinn Galanopoulos, sem dettur margt frumlegt í hug,
en brestur næga gagnrýni, tekur mikið af Atlantissögninni sem óbrjálaðan
sannleika og telur, að sú metrópólis með sínum hringsíkjum, sem Platón lýsir
svo nákvæmlega, hafi raunverulega verið á Stronghýli, þ. e. Santórín, og þar
af leiðandi beinlínis sokkið í sæ, eins og Atlantissögnin segir. Telur hann, að
þetta hafi ekki getað verið sama borg og sú, sem kölluð sé konungsborgin og hafi
verið á sjálfri Krít, enda dálítið erfitt að koma lýsingunum á þessum borgurn
heirn og saman.
Enskur sagnfræðingur, J. G. Bennet, hefur í ritgerð, er hann nefnir
Geophysics and Human History, þ. e. Jarðeðlisfræði og mannkynssaga, og birt
var 1963, haldið fram þeirri skoðun, að hinar 10 plágur Egyptalands í sambandi
við Exodus, brottför Israelsmanna, beri að setja í samband við Santórínar-
gosið. Er Galanopoulos jarðskjálftafræðingur honurn sammála urn þetta. Ekki
þykja mér rök þeirra sannfærandi varðandi margar af plágunum, en því er
ekki að neita, að tvær eru þær af plágunum, sem freistandi er að setja í sam-
band við öskugos, þ. e. 7. plágan, haiglél með reiðarþrumum, og 9. plágan,
myrkur, því að hvort tveggja er óneitanlega samfara slíkum gosum, og af korti
þeirra Ninkovichs og Heezens má draga þá ályktun, að öskufallið hafi náð til
Egyptalands. Á egypzkum papýrusum eftir daga 18. ættar eru varðveittar
sagnir um mikið myrkur og aðrar plágur, og telja ýrnsir fræðimenn, að þar sé
um sömu plágur að ræða og Gamla testamentið greinir frá, en fræðimönnum
her þó ekki saman um það, hvenær ísraelsmenn hafi farið frá Egyptalandi.
Telja sumir það hafa verið á valdatímum Tútmósis III, þ. e. einhvern tíma ná-
lægt miðri 15. öld, en það kæmi vel heim við Santórínargosið. Aðrir telja, að
það hafi verið allmiklu síðar.
Athyglisverð eru í þessu sambandi orð Amosar spámanns í Gamla testa-
mentinu (Amos 9:7): „Eruð þér Israelsmenn mér mætari en Blálendingar,
segir Jahve. Hefi ég eigi flutt ísrael af Egyptalandi og Filistea frá Kaftór.“
Þetta var líklega skráð á 9. öld. Kaftór er, sem fyrr getur, Krít, og gætu þessi
orð spámannsins bent til þess, að Exodus hafi orðið um svipað leyti og Krít-
verjar flýja sína ey af einhverjum ástæðum. Orða tveggja annarra spámanna
er og vert að minnast: Zefania segir: „Sá er dagur reiði, dagur neyðar og
þrengingar, dagur eyðingar og umturnunar, dagur myrkurs og niðdimmu"
(Zefanía 1:15), og „Vei yður, þér sem búið meðfram sjávarsíðunni, þú Kreta