Andvari - 01.01.1970, Page 80
78
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
ínargosið. Einnig má í þessu sambandi minnast á þau lokaorð Atlantissagnar-
innar í Kritíasi, að á þeim stað, þar sem Atlantis sökk, hafi orðið ófært skipum
vegna grunnvatnseðju, sem eyjan myndaði, er hún sökk. Elafa surnir þeirra, sem
fjallað hafa um Atlantis, haldið því fram, að það sé þangið í Saragossahafi, sem
sé tilefni þessara munnmæla um eðju, en vikurbreiður á Eyjahafi eru óneitan-
lega sennilegri skýring, þótt vitanlega sé hún langt frá því að vera sönnuð frem-
ur en svo margt annað af tilgátum í sambandi við Atlantis.
111. A Atlantisslóðum.
Hinn 18. september 1969 hélt farþegaskipið Knossos úr höfn í Píræus,
hafnarborg Aþenu, með urn 140 vísindamenn frá 15 löndum: fornleifafræð-
inga, sagnfræðinga, jarðeldafræðinga, jarðfræðinga, jarðeðlisfræðinga, veður-
fræðinga og haffræðinga. Þessir vísindamenn áttu það flestir sameiginlegt
að hafa á undanförnum árurn unnið að rannsóknum, er snert höfðu Atlantis-
gátuna beint eða óbeint, eða töldust líklegir til að geta varpað einhverju nýju
ljósi á það viðfangsefni. Þeir voru þátttakendur ráðstefnu, eða sympósíums,
sem efnt var til af yfirstjórn grískra fornleifarannsókna og Lamont-Doherty
rannsóknarstofnuninni við Columbíaháskólann í New York, en þar starfa þeir
Ninkovieh og Heezen, svo sem áður var um getið. Ráðstefnan nefndist Alþjóðleg
vísindaráðstefna varðandi eldfjallið Þeru (International Scientific Congress on
the Volcano of Thera), og var aðalviðfangsefni hennar að ræða hugsanleg áhrif
Þeru — eða Santórínargossins mikla — á hið mínóska menningarsvæði. Astæðan
fyrir því, að ég var þarna í hópi, var einkum sú, að ég hef kannað nokkuð
ýtarlega útbreiðslu og þykkt þeirra öskulaga, er mestu tjóni hafa valdið í íslenzk-
um byggðarlögum, og sambandið milli öskuþykktar og þess, hversu lengi byggð-
ir voru í eyði.
Fyrstu tvo dagana voru fundir haldnir í Aþenu, með fyrirlestrum nær
myrkranna á milli. Einurn degi var varið til þess að skoða Akrópólis og Agóru,
höfuðtorg Aþenu hinnar fornu, en síðan var fyrirlestrum haldið áfram um borð
í Knossos, milli strandhöggva á Þeru og Krít. Á leiðinni austur um Eyjahaf var
siglt í hálfhring um eyna Mílos, þar sem hin fagra, armavana Afródítustytta
fannst, er síðan er við eyna kennd.
Hafið var vínrautt um sólarlag, er við nálguðumst Santórínklasann.
Aðfaranótt 19. september varpaði Knossos akkerum mitt í Santórínaröskjunni.
Þessi sævi fyllta askja eða sigketill, tilorðin með sama hætti og Oskjuvatn, er
83 krn2 eða næstum nákvæmlega sama flatarmáls og Þingvallavatn, en dýpri
miklu. Sunnan, austan og norðan að henni liggur eyjan Þera með þverbröttum
hamraveggjum, um 200 m háum, vitandi inn að öskjunni, en að vestan er