Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 85
ANDVARI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
83
Ég held þó, að flestir hinna 140 þátttakenda ráðstefnunnar hafi verið nokk-
uð sammála um, að svipmótið með Atlantis Platóns og mínóska veldinu á Krít
sé slíkt, að þar hljóti að vera samhengi á milli. Einnig voru flestir sammála um,
að hið feiknlega gos, er sökkti Stronghýli í sæ, svo að eftir stóðu aðeins eyjarnar
Þera og Þerasía, hljóti að hafa haft mjög afdrifarík áhrif á Eyjahafssvæðið og að
það gæti verið líkleg skýring á hinu skyndilega hruni hins mínóska veldis, þótt
enn geti ekki talizt fullsannað, að þessir atburðir hafi orðið samtímis. Það þýðir
ekki lengur að leita Atlantis utan við stoðir Heraklesar við Njörvasund. Sagn-
irnar af þessu undralandi eiga vafalítið með einhverjum hætti rót sína að rekja
til hins mínóska veldis og hruns þess.
Nær öllum þátttakendum varð einnig ljóst, að það sem nú væri mest að-
kallandi til þess að komast eitthvað nær endanlegri lausn Atlantisgátunnar,
væri nánari rannsókn á öskulaginu mikla úr Santórínargosinu, bæði á Santórín,
á Krít og á hotni Eyjahafs. Á Krít hafa enn ekki verið gerðar neinar athuganir
á þykkt og útbreiðslu öskulagsins, og hefði ég viljað hafa tíma til að ferðast
um þessa fögru eyju til þess að leita uppi þetta öskulag, en það er raunar ekki
mjög hægt um vik að glöggva sig á útbreiðslu þess og þykkt á landi, því að
Krít er mjög blásin. Þó ættu rannsóknir að leiða í Ijós, m. a. hversu gróft það
hafi verið og e. t. v. einnig, hvern þátt það hafi getað átt í uppblæstri landsins.
Nauðsynlegra, og líklega vænlegra til árangurs, er þó að kanna nánar þykkt
þessa lags í botnseti hafsins undan ströndum Krítar, svo að hægt verði að gera
nákvæmari kort af þykktardreifingu öskunnar en nú er gert, en þar af mætti
síðan draga öruggari ályktanir en nú er hægt um upprunalega þykkt lagsins
á Krít, og síðan má, m. a. með reynslu frá íslandi, ráða nokkuð um það, hvort
öskufallið hafi valdið tjóni á Krít og hversu alvarlegt það tjón hafi verið. Með
nánari athugun á vikurlaginu á Þeru og efnagreiningu á því lagi í mismunandi
hæð í vikurstálinu ætti að vera auðvelt að skera að fullu úr um það, hvort um
eitt eða tvö gos er að ræða. Stefnt er nú að því, að þessar rannsóknir verið allar
gerðar á næstu þremur til fjórum árum og síðan efnt til vísindaráðstefnu að
nýju. Væntanlega verðum við þá orðnir nokkru nær um það, hvort hin 2500
ára gamla gáta — gátan um Atlantis — er raunverulega að leysast.
„Ólík er túninu gatan og glerrúðan skjánum.“
Ærinn munur er á rústum þeirra bæja, er huldust Hekluvikri árið 1104,
og þeim siilarkynnum, sem verið er að grafa fram úr Þeruvikrinum frá um 1450
f. Kr. Lítið verður úr gráum steinbollum óskreyttum í samanburði við hin
mínósku skrautker. Þó efast ég um, að nokkur þeirra erlendu vísindamanna,
sem skoðuðu rústirnar hjá Akrótíri hinn 20. september 1969, hafi 'haft meiri