Andvari - 01.01.1970, Síða 86
84
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVAIU
ástæðu til að hugsa til síns heima en sá eini íslendingur, sem þarna var. Það
var ekki aðeins það, að vikurinn þarna við Akrótíri var svo nauðalíkur Heklu-
vikri í Þjórsárdal, bæði um lit og grófleika. f báðum tilvikum huldi hann byggð
frá blómaskeiði merkilegrar menningar. Þessi menning hvor tveggja endur-
speglast að einhverju leyti, mismunandi miklu, enda misjafnlega langt um
liðið, í síðari bókmenntum, sem nefnast klassískar og eru taldar skáldskapur að
mestu. Viðfangsefnin, sem verið var að glíma við á þessu vísindaþingi, voru
þau hin sömu og við eigum við að glíma: Hvaða sannfræði um löngu liðna
tíma er að finna í hinum klassísku ritum? Hvernig er hægt að vinza þessi sann-
fræði frá skáldskapnum í ritunum og svipta þau þeim hjúpi, sem samtími
sjálfrar bókmenntasköpunarinnar hefur sveipað þau? Hver var hlutur nátt-
úruaflanna í hnignun hinnar fornu hámenningar á hvorum stað? Hver áhrif
náttúmspjalla af manna völdum? Hin sólríka Krít og hin hreggbarða eyja
norður við heimskautsbaug eru báðar hroðalega leiknar af uppblæstri. Bæði
hér og suður þar er það að verða æ ljósara, að samvinna raunvísinda- og hugvís-
indamanna er vænlegust til að leysa þau viðfangsefni, sem við er að fást.
Það verk, sem nú er verið að vinna af framámönnum margra vísindagreina
til þess að ráða hina fornu Atlantisgátu, er því ærið forvitnilegt öllurn þeim úti
hér á íslandi, sem láta sig söguöld heimalandsins einhverju varða.
HEIMILDIR:
Við samantekt þessarar ritgerðar hef ég stuðzt mjög við bók J. V. Luce: The end of
Atlantis. New light on an old legend (Thames and Hudson 1969), og einnig nokkuð, eink-
um varðandi sögu Santórínar, við bókina Atlantis. The truth behind the legend eftir A. G.
Galanopoulos og E. Bacon (Nelson 1969). Grundvallarritgerðir varðandi Atlantisgátuna í
ljósi Santórínargossins mikla eru ritgerðir Sp. Marinatos: Some words about the legend of
Atlantis (birt á grísku 1950, en sérprentuð í enskri þýðingu og gefin út í Aþenu 1969) og
ritgerðin The Santorini tephra eftir B. Heezen og D. Ninkovich, birt í Colston Papers
XVII, London 1965. Eg hef einnig stuðzt við ýmsar fleiri greinar, sem hér verða ekki nafn-
greindar, og við suma af þeim fyrirlestrum, er fluttir voru á vísindaþingi því, sem um getur
í ritgerðinni.
Myndimar frá Knossos em úr upplýsingabæklingnum Knossos eftir N. Gouvonssis
(Aþena 1969). Myndin á bls. 65 er úr ofangreindri bók Galanopoulos, en nryndir á bls. 56,
60, 67 og 70 em úr bók J. V. Luce. S. Þ.