Andvari - 01.01.1970, Síða 93
ANDVARI
FRÁ SIGHVATI SKÁLDI ÞÓRÐARSYNI
91
Völl kná hófr til hallar,
höfiim lítinn dag, slíta.
Þegar að er gætt, hefur Snorri Sturluson valiS þessi fjögur erindi úr svo-
kölluðum Austurfararvísum Sighvats og sent hann í tvær ferSir fremur en eina,
en frá hinni síðari segir í 91. kapítula, þar sem birtar eru enn fleiri vísur. Fyrri
ferðinni skýtur sannarlega skakkri við, að því er til Sighvats tekur, en vér fáum
þarna fyrir vikið tilreidd beztu erindin og kynnumst þannig skáldinu og íþrótt
þess gerr en ella hefði verið kostur, ef allar vísurnar hefðu verið hafðar undir
í einu.
Þegar vér lítum nánara á þessi erindi, rná segja, að hið fyrsta, vísan til Björns
stallara, séu eins konar einkunnarorð ferðarinnar (eða ferSanna): aS árna góSs,
þ. e. koma góðu til leiðar, sætta Ólaf konung við höfðingja í Svíaríki, sem hann
hafði grunað um gæzku.
Víkur þá sögunni til ferðavísnanna fjögurra. í fyrstu vísunni skynjum vér
hið örðuga veður, sjáum, hvernig það skefur vindblásið seglið, en undir ólgar
hafið. Líkingin, sem skáldið notar: Kilir hristu men Listai (a: hafið) — orkar bæði á
sjón og heyrn. Það er og ekki tilviljun, að skáldið velur skipsheitið skeið í sein-
asta vísuorðinu, er hann hefur lýst því, hversu kafs hesturinn óð að kostum: hve