Andvari - 01.01.1970, Síða 94
92
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
vel hann lá á skeiðinu. En sagnirnar vaða og eisa og orðin út---------at sundi sjá
til þess, svo sem vera ber, að vér missum aldrei sjónar af skipinu, þótt mynd
hestsins, sem fer á kostum, leiti þar fast á.
í annarri vísunni er skriðurinn, sem á var í fyrstu vísunni, farinn af: Þeir
láta skipin skolla tjölduð við ey fyr ágætu landi öndurt sumar. En í haust —
segir Sighvatur — kemst hreyfing á aftur, hann hlaut að ríða upp á land, og
skáldið nýtur þess að segja ekkjum, þ. e. kvenþjóðinni, frá hinni fjölbreytilegu
ferð. Síðan tekur við vísan óviðjafnanlega: Jór renn aptanskæru — þar sem vér
fylgjum þeim Sighvati á ferð þeirra frá því í aftanskæru og til dægramóta, en
skynjum í orðunum: Jór renn---------allsvangr götur langar — þá löngu leið, sem
þeir hafa farið um daginn. Þeir félagar eru því fegnir, þegar þeir ríða í kaup-
staðinn að Skörum, og efast ekki um upplitið á konum staðarins, enda ætla þeir
að gera sitt til, að þær verði varar við komu þeirra.
Snorri Sturluson treinir sér þangað til í frásögn af siðari ferðinni þá vísu,
sem einna oftast er vitnað til, því að þar kemur fyrir í fyrsta sinn lýsingarorðið
íslenzkur. Sagan segir, að Rögnvaldur jarl (Ulfsson í Vestra-Gautlandi) gæfi
Sighvati gullhring. Ein kona mælti, að hann hafði gengið til nokkurs með þau
in svörtu augu. Sighvatur kvað:
Oss hafa augun þessi
íslenzk, konan, vísat
brattan stíg at baugi
björtum langt en svörtu.
Sjá befr, mjöð-Nannan, manni
mínn ókunnar þínum
fótr á fornar brautir
fulidrengila gengit.
Sá íslenzki metnaður, sem þarna kemur fram, rnætti enn vcl vísa oss veg.
E1 vér að lokum minnumst þess, hversu Snorri hóf frásögn af fyrri ferð Sig-
hvats austur á Gautland með því að hirta vísu hans til Björns stallara, og skoðurn
síðan, hvernig hann lýkur að segja frá síðari förinni, er þar í rauninni slegið á
sama streng, streng vináttunnar, er Sighvatur hvetur Ólaf konung til að halda
fast sáttum við Rögnvald jarl:
Fast skaltu, ríkr, við ríkan
Rögnvald, konungr, halda,
hann es þýðr at þinni
þörf, nótt ok dag, sáttum.
Þann veitk, þinga kennir,
þik baztan vin miklu
á austun'ega eiga
allt með grænu salti.