Andvari - 01.01.1970, Síða 99
ANDVARI
FRÁ SIGHVATI SKÁLDI ÞÓRÐARSYNI
97
beri klæði þín allt til bæjar, og sé eg nú bragð þitt.“ Og nú fara þeir til bæjar-
ins, og þá sagði Ólafur konungur: „Vel kanntu að vera með tignum mönnum,
Sighvatur.“
Sighvatur skáld minntist þessa, þá er hann kom af íslandi og var nýkominn
við land, þar er konungurinn Ólafur var fyrir, og var hann á móti nokkuru fjöl-
rnennu, og var þröngt mjög unr konunginn öllu megin af fólkinu, en Sighvatur
vildi fyrir hvern mun hitta konunginn sem fyrst, og fer hann til mótsins og
borast fram á rnilli manna og fær eigi komizt allt fyrir konunginn og kvað vísu,
svo að hann skyldi heyra mega: Þröngvizk ér of ungan ...
Konungurinn heyrði og kenndi manninn og bað gefa honum rúm, og greidd-
ist þá ferð hans, svo að þeir konungurinn fundust og töluðust við slíkt er þeir
vildu, og skildu eftir það.
Önnur skemmtileg frásögn af Sighvati, er vér eigum Styrmi að þakka og sr.
Magnús Þórhallsson ritaði á Flateyjarbók eftir Ólafs sögu hans, er á þessa leið:
Það er sagt, að Sighvatur skáld sagði konungi frá því einhvern dag, er hann
hafði verið á Islandi með þeim manni, er Karli hét. „Hann var lítill bóndi, en
honum þótti eg lítið vinna. Það var þá enn einhvern dag,“ sagði Sighvatur, „að
eg fór í einn helli í brott með konu Karla, og sat eg þar. Þaðan sá yfir byggðina
Karla. Þá kvað eg vísu þessa:
Heðan sék reyk þanns rjúka
rönn of fiskimönnum,
stór eru skalds of skærur
skellibrögð, ór helli.
Nú 'frýrat mér nýrar
nenningar dag þenna,
hlíti ek fyr hvítan
hornstraums dögurð Naumu."1)
Konungurinn brosti að og mælti til skáldsins og kvað þetta:
Segið þat Karla,
es kemr hingat,
nýtum begni
fyr norðan haf,
1) Heðan sék ói helli reyk þanns lönn (hús) ijúka of fiskimönnum; skellibiögð (hiekkjai-
hiögð) skalds eiu stói of skærui ( í birtingu). Nú frýrat mér nýrar nenningar dag þenna (Hann
brigzlar mér ekki urn leti þennan daginn); ek hlíti hornstraums Naumu fyr hvítan dögurð (konan
kemur mér í morgunverðar stað, þ. e. ég sit að konunni, en ekki mjólkurmatnum (til morgun-
verðar)).
7