Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 100
98
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAEI
at fleira skal
í förum vinna
en hylda hval
hvössum knífi.
Oss furðar á því, að Snorri Sturluson skuli í Ölafs sögu sinni hafa sleppt
jafnágætri frásögn seni þessari, enda liafa tveir ritarar Ólafs sögu hans, ritarar
Bæjarbókar og Tómasskinnu, saknað hennar líkt og sr. Magnús og aukið henni í.1)
Viðhorf Karla bónda til skáldsins og viðbrögð Ólafs konungs, þá er hann
heyrði sögu Sighvats, eru að oss finnst urn margt óvænt á þeirn tírna, sem sagan
gerist, en það sannar aðeins það, sem vitur maður sagði eitt sinn, að vér getum
aldrei hugsað oss fornöldina jafnnærri oss og hún í rauninni er.
Þegar vér skoðum það, sem segir frá Sighvati skáldi eftir að hann skildist
við Ölaf konung og fór til Rómar, og frásagnir af því, er hann i’rétti fall kon-
ungs og liversu skáldið tregaði hann allt til æviloka, virðist sýnt, svo sem talið
hefur verið, að þær séu flestar runnar frá Ólafs sögu Styrmis. Snorri hefur sumar
í Ólafs sögu sinni hinni sérstöku, en flytur þær síðan yfir í Magnúss sögu góða
í Heimskringlu og bætir þá nokkru við. Vér skulum grípa niður í 7. kapítula
Magnúss sögu góða:
Sighvatur skáld hafði farið til Rómar, þá er orrosta var á Stiklarstöðum. En
er hann var sunnan á leið, spurði hann fall Ólafs konungs. Var honum það inn
mesti harmur. Hann kvað þá:
Stóðk á mont ok minntumk,
mörg hvar sundr fló targa
breið ok brynjur síðar,
borgum nær of morgin.
Munða ek þanns unði,
öndverðan brum, löndum,
faðir minn vas þar þenna,
Þorr0ðr, konung, forðum.
Sighvatur gekk einn dag urn þorp nokkuð og heyrði, að einhver húsbóndi
veinaði mjög, er hann hafði misst konu sinnar, barði á brjóst sér og reif klæði
af sér, grét mjög, segir, að liann vildi gjarna deyja. Sighvatur kvað:
1) Þcss má geta, að frásögn þessi kemur einnig fyrir í Helgisögunni svonefndu, og er Óttar
svarti þar í hlutverki Sighvats.