Andvari - 01.01.1970, Síða 104
102
riNNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARl
hvatki es heiðis gatna
hyrtælanda sælan,
nú hefk vætt í dag dróttins,
dvelr, bíðk hans í Selju.
Og eftir það andaðist Sighvatur, og var lík hans fært norður til Kaupangs og
var grafið að Kristskirkju.
Ef vér að lokum lítum á þessa síðustu vísu Sighvats, er þess að geta, að les-
hátturinn en lýðum pröngir (í 3. vísuorði, í Flat. at lýða þengils) er fenginn úr
Bæjarbók. Þá er leshátturinn gatna (í 4. vísuorði, götva Flat., gotna Bæjarh.)
runninn frá Sveinbirni Egilssyni (þótt hann komi að vísu ekki fram í Lexicon
poeticum): heiðis (fálka) götur: hönd, hyrr (eldur) hennar: gull, og tælandi þess:
örlátur maður.
Björn M. Olsen ritaði um vísu þessa í Arkiv XVIII (1902), 203—204, og
dregur þar m. a. athyglina að orðinu sunnan í 1. vísuorði.„Skáldið væntir endur-
lausnara síns að sunnan, því að hann lnigsar sér auðvitað, að himneskra hústaða
sé að leita einhvers staðar í suðri.“ —
Og Björn bendir á til samanburðar erindi Eilífs Guðrúnarsonar í Snorra-
Eddu:
Setbergs, kveða sitja
sunnr at Urðarbrunni,
svá hefr ramr konungr remðan
Róms banda sik löndum.
Þ. e. Svá hefr ramr konungr Róms (Kristur) remðan sik löndum Setbergs banda
(treyst vald sitt yfir heiðnum löndum). Kveða sitja (Menn kveða hann sitja)
sunnr at Urðar brunni.
Þegar Björn hins vegar skýrir málsháttinn hreimmikla: Langr es konungs
morginn — á þá leið, að konungurinn hafi sofið út um morguninn og Sighvatur
því mátt bíða hans svo lengi, kemur rektorinn, sem rekast varð daglega í morgun-
svæfum strákum, heldur illa upp um sig. Skáldið hafði að vísu í upphafi erind-
isins, þar sem hann leikur að andstæðunum seinn — sókndjarfr, gefið í skyn, að
konungur hefði oft verið fljótari í förum, en Sighvatur sættir sig við að bíða,
því að konungs morgunn er langur og þeir margir, er leita til lians í sorgum sín-
um, hvað sem annars kann að dvelja hinn sæla konung þessa morgunstund.
Þegar skáldið að lokum segir: Nú hefk vætt í dag dróttins — bíðk hans í
Selju — á liann ekki einungis við Ólaf konung, heldur jafnframt drottin sjálfan,
þann guð drottin, er hann í Ólafsdrápu bað fagna konungi og nú hefur ekki
síður — nema fremur væri — fagnað skáldi lians.