Andvari - 01.01.1970, Qupperneq 105
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON:
Eiðstafur heiðinna manna
i
Heiðnir menn unnu eið at baugi eða helgurn hring. Oruggar heimildir um
það em Hávamál (110. v.) og engilsaxneskur annáll (Saxon Chronicles), sem
getur slíkrar athafnar á síðari hluta 9. aldar (876). Baugeiðr — eða hofseiðr, eins
og hann var einnig kallaður, — hefur varðveitzt á fjórum stöðum í íslenzkum
heimildum: í tveim gerðum Landnámabókar, Hauksbók og Þórðarbók; Þorsteins
þætti uxafóts í Flateyjarbók og brotum af Þórðar sögu hreðu. Mest heimildar-
gildi hafa textamir í Haukshók og Þorsteins þætti uxafóts, en beztur er texti
Þorsteins þáttar. Jón Jóhannesson telur (Gerðir Landnámahókar, 160. bls.), að
báðar þessar heimildir eigi rætur að rekja til Styrmisbókar, þó óháðar hvor ann-
arri, en Styrmisbók nefnist glötuð gerð Landnámabókar, sú er næst gekk Fmm-
Landnámu. í sama streng tekur Jakob Benediktsson (ísl. fomrit I, C). Á undan
eiðnum sjálfum fara þessi orð í Þorsteins þætti uxafóts (að mestu samhljóða texta
Hauksbókar); „Baugr, tvíeyringr eðr meiri, skyldi liggja í hverju h<?fuðhofi á
stalli. Þann baug skyldi hverr goði hafa á hendi sér til l<?gþinga þeira allra, er
hann skyldi sjalfr heyja, ok rjóða hann þar í roðm blótnauts þess, er hann blót-
aði þar sjalfr. Hverr sá maðr, er þar þurfti l<?gskil af hendi at leysa at dómi,
skyldi áðr eið vinna at þeim baugi ok nefna sér vátta, tvá eðr fleiri." Eiðurinn
sjálfur hljóðaði þannig samkvæmt sömu heimild:
Yklir nefni eli í þat vætti, at ek vinn eiö at baugi, Ipgeið. Hjalpi mér svá nú
Freyr ok Njprðr ok enn almáttki pss sem ek mun svá spk þessa sœkja eöa verja eÖr
vitni bera eör kviðu eðr dóma dœma sem ek veit réttast ok sannast ok helzt at
Ipgum ok pll logmæt skil af liendi leysa, þau es undir mik koma, meðan ek em á
þessu þingi.
Texti Hauksbókar er samhljóða að öðm leyti en því, að fomafnið ykkr (upp-
hafsorð eiðsins), tíðaratA'iksorðið nú (á undan Freyr) og sagnorðið dœma (á eftir
dóma) vantar og eingöngu er notuð orðmyndin eða (hvergi eðr). Má telja víst, að
í Hauksbók sé um að ræða styttan texta, en ekki aukinn texta í Þorsteins þætti
(Sbr. ummæli Jóns Jóhannessonar og Jakobs Benediktssonar á áðurgreindum
stöðum.). Sést þetta bezt á sögninni dœma, sem má alls ekki vanta, eigi hugsun
að vera full.