Andvari - 01.01.1970, Side 107
ANDVARI
EIÐSTAFUR HEIÐINNA MANNA
105
vorum skulclunautum." Þó fer því fjarri, aS hér sé um tengsl að ræða. Sést það
á orðum Guðrúnar Gjúkadóttur í Atlakviðu (30. v.): ,,Svá gangi þér, Atli, sem
þú við Gunnar áttir eiða oft um svarða (1.-3. vo.).. at hringi Ullar“ (8. vo.).
Ekkert er líklegra en bein tengsl séu milli heiðins eiðs, sem náskyldur hefur
verið hinum íslenzka eða alveg eins, og Atlakviðu, en hún er talin með elztu
Eddukvæðum, svo gömul, að áhrif frá bæn Drottins koma ekki til greina.
nú ... á þessu þingi. Með þessum orðum er svardaginn bundinn við ákveðna
stund og ákveðinn stað. Þá er hann og takmarkaður við ákveðið mál: sok þessa.
vitni hera eðr kviðu. Orðin vitni og kviðu eru bæði andlag sagnorðsins bera.
Sbr. vitnishurðr og kviðburðr. Kviðr er gamalt w-stofna-orð (skylt so. kveða) og
merkir úrskurð, sem kviðmenn veittu.
Rétt á undan orðunum vitni hera eðr kviðu fara orðin spk þessa sœkja eða
verja, og leynist þar sérstakt stílbragð. Fyrst er eitt nafnorð (ásamt fomafni) and-
lag tveggja sagna, síðan tvö nafnorð andlag einnar sagnar: SQK þessa sœkja eða
verja — VlTNl hera eðr KVIÐU. Þetta reynir meira en ætla mætti á skilning
og athygli lesandans og kann að vera orsök þess, að skrifari Haukshókartextans
liljóp yfir sagnorðið dœma.
helzt at Ipgum. Hér er viðurkennt, að lög geti orkað tvímælis í einstökum
greinum eða þau megi á stundum túlka á fleiri vegu en einn. En sverjandinn
heitir því að viðlagðri goðagremi að fara að lögum svo sem helzt megi verða, þ. e.
svo sem framast eða frekast sé kostur.
pll Ipgmæt skil. 1 fyrri hluta þeirrar setningar, sem þessi orð heyra til, em
taldir meginþættir málaferla: sókn og vörn, vitnisburður, kviðburður og dómar.
Hins vegar þurfti ýmis önnur ,,lpgskil af hendi at leysa at dómi“ (úr fyrrgreind-
um formálsorðum), og dl þeirra ná orðin oll Ipgmæt skil. Eiðurinn nær því til
allra tilvika sakferlis.
þau es... ek em. Orðmyndimar es og em eru hér fymdar. í handriti stendur
fyrir hvora tveggja: er.
Freyr ok Njprðr. Öllum ásatrúarmönnum — og þá ekki sízt eyjarskeggjum eins
og Íslendingum — var nauðsynlegt og reyndar skylt að ákalla frjósemiguðinn og
sjávarguðinn, Frey og Njörð. An velvildar þeirra var ávöxtur jarðar, sjávarafli og
siglingar í voða, m. ö. o. öll dagleg lífsbjörg.
enn almáttki pss. Menn greinir á um merkingu þessara orða. Surnir telja, að
átt sé við Oðin, aðrir, að átt sé við Þór. Og fleiri guðir hafa verið til nefndir. „Og
þo ei sie glögt acl skilia, huad morg god eda med huoriu nafne þau liafi verecl
hier dyrkud ad sierhuoriu hofe. þá em þó i gömlum eidstaf aa nefndir þeszir iij.
Freyr, Niordur og As. sem uier hyggium þa meina med Odinn af þui
hann uar ædste hofdinge hijngad i Nordurlond kominn ur Asia,“ segir séra