Andvari - 01.01.1970, Page 108
106
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
Þórður Jónsson í Hítardal (d. 1670), sá er Þórðarbók er við kennd (Sjá Land-
námabók, útg. Finns Jónssonar 1921, 145. bls.). En rækilegast hefur um þetta
efni skrifað Gabriel Turville-Petre: „Um Óðinsdýrkun á íslandi” (Studia Is-
landica, 17. hefti, Reykjavík 1958). Flonum þykir „rtijög ósennilegt, að menn,
sem unnu eið að baugi, bafi ávarpað Óðin sem hinn almáttka ás" (23. bls.), beld-
ur hafi íslendingar „valið binn trausta Þór, sem hlýtur að vera hinn almáttki áss
í augum þeirra“ (24. bls.). Þá minnist Olaf Olsen á þetta mál í riti sínu „H0rg,
hov og kirke“ (Kpbenhavn 1966), en telur rökræður um það „ret overflödig, thi
der kan ikke være tvivl om, at vi her stár over for en rekonstruktion, der i et og
alt er et produkt fra kristen tid“ (48. bls.). Rök Olsens eru þau, að goðaþrenn-
ingin (Freyr, Njörður og binn ónefndi ás) minni á heilaga þrenningu í kristinni
trú og „hinn almáttugi ás“ eigi sér enga stoð í heiðnum dómi. Eiðstafurinn forni
,,er efter alt at d0mme et falsum", segir Olsen (49. bls.).
Áður var að því vikið, að ásatrúarmenn hafi átt mikið undir þeim feðgum
Nirði og Frey. Þó var það svo, að „á íslandi var Þór langmest tignaður allra
goðanna, og kemur hann þar alls staðar fram sem böfuðguð heiðninnar“ (Ölafur
Briem: Norræn goðafræði, 25. kap.). En sú staðreynd breytir ekki annarri stað-
reynd: að skáld og víkingar blótuðu Óðin, því að hann var bæði guð skáld-
skapar og hemaðar. Nægir því til vitnis að nefna Egil Skalla-Grímsson og Hall-
freð vandræðaskáld. „Þessi munur á guðsdýrkun höfðingja og alþýðu hefur
mönnurn þegar verið ljós í fornöld“ (Ólafur Briem, s. st., 13. kap.). Virðist því
eðlilegt að álykta, að þorri manna hafi dýrkað a. m. k. þrjá guði, Frey og Njörð
og annaðhvort Þór eða Óðin. Sú þrenning var í senn nauðsyn og tilviljun og
þarf ekkert að eiga skylt við heilaga þrenningu kristinna manna. Hitt er annað
mál, að talan þrír er römm í fornurn fræðum og hefur alla tíð verið jafnheilög
trúnni, sem menn hafa á henni haft. Má því segja, að helgi þrenningar heið-
inna manna og kristinna eigi sameiginlegar rætur, en hæpið er að rugla öllu
saman með getgátum einum. Þá er þess og að gæta, að lærðir menn, sem uppi
voru á íslandi um 1200 og Olaf Olsen ætlar umrætt „falsum“, vom engir skyn-
skiptingar. Flefðu þeir verið að verld og haft svik í huga, hefðu þeir áreiðanlega
forðazt allt, sem „minnti á kristni ", og sennilega tekizt að hlekkja glámskyggna
fræðimenn síðari tíma.
Lýsingarorðið máttigr eða mpttugr kemur fyrir í elztu kvæðum og er algengt
í fomu riti, bundnu máli og óbundnu. Það er notað um þann, sem er líkamlega
sterkur, eða eitthvað, sem er voldugt, mikið eða stórt, jafnt um persónur, hluti
sem fyrirbæri. Og af samsetningum eins og algrœnn, aísekr og alvitr úir og grúir.
Það gat engum dottið í hug nema útlendum fræðimanni, sem skortir af eðlileg-
um ástæðum máltilfinningu, að almáttigr hafi ekki getað hugsazt í heiðnum