Andvari - 01.01.1970, Side 109
ANDVARI
EIÐSTAFUR IIEIÐINNA MANNA
107
dómi, af því að orðið er algengt í kristnum siS. Breytir því engu, þótt Olaf Olsen
vitni í Walter Baetke og Hans Kulin. LýsingarorðiS alsvinnr (alvitur) er æva-
fornt og merkir upphaflega sama sem alsterkur — eSa almáttigr — og leynist í
þeirri merkingu í hestsheitinu Alsvinnr. Hvers vegna amast enginn Hð því? Og
var þó Alsvinnur á sinn hátt guðdómlegur: annar af hesturn sólar eða hins skín-
anda goðs.
í Eyrbyggja sögu (16. kap.) segir frá máli, þar sem „tylftarkviðr átti um at
skilja“. „Amkell goði gekk at dómi ok vann eið at stallahring...; Þórarinn vann
eið með honum ok tíu menn aðrir.“ Þó að hér sé ekki um lagabókstaf að ræða,
heldur orð úr listaverki, mun þó nokkuð nrega af þeim ráða. Hvernig fóru 12
nrenn að, þá er þeir unnu eið að baugi? Unnu þeir eiðinn hver um sig eða allir
— eða margir— í einu? OrðalagiÖ: „Þórarinn vann eið með honurn ok tíu menn
aðrir“ — bendir eindregið til, að kviÖmenn hafi svarið samtímis. Að því hníga
einnig önnur rök: Menn hafa að líkindum haft annað við tímann að gera á róstu-
sömum þingum en hlýða á langan eið 12 sinnum í stað eins sameiginlegs svar-
daga.
Sé nú þetta rétt, viröist ljóst, hvernig stendur á hinu merkilega orðalagi enn
ahnáttki pss. í eiðaliði hafa oft verið menn, sem sumir höfðu kosið sér Þór, en
aðrir Öðin að höfuðguði, „því að þeir koma hvor um sig fram sem höfuðguð
heiðninnar" (Ólafur Briem: Heiðinn siður á íslandi, 15. bls.). Hér reis því vandi,
sem þurfti að leysa, þar eð eiðstafurinn varð skilyrðislaust að vera samhljóða í
munni allra, sem með hann fóru samtímis. Og lausnin var einföld, en snjöll:
Orðin ENN ALMÁTTKl QSS gátu átt við hvorn, sem var, ÓÐIN eða
ÞOR.1) Þau eru forrn, sem hver og einn lagði merkingu í að eigin vild, þegar
hann vann eið að baugi. OrÖanna hljóðan var söm, þótt guÖimir væru tveir og
nöfnin ólík. Margt í hinum forna eiði ber með sér, að hann er ósvikinn, en
ekkert sem þetta atriÖi.
eða ... eðr ... eðr ... eðr. Eiðstafur heiÖinna rnanna er þaulhugsaÖur og hnit-
miðaður. Hann er andlegt afrek spekinga, sem voru frægir fyrir „framúrskar-
andi formfestu um orð og atferli" (Einar Arnórsson: Réttarsaga Alþingis, 85. bls.;
Reykjavík 1945). Því mun engin goðgá að gefa gaum þessu litla orði: eða ■. ■ eðr.
Hafa þessar tvímyndir, tvíkvætt orð og einkvætt, fylgt eiðnum frá upphafi, eða
hefur smáorð, sem litlu skipti, skolazt til í rnunni manna? — Einhverjir hörðustu
dýrkendur formsins vom skáldin, og frýr þeim þó enginn vits. En formfesta
fornra laga og skáldskapar er vissulega af einum toga spunnin. Skáklin höfðu
1) „Þórs og Óð ins hefur beggja verið saknað úr eiðstafnurn, og þess vegna hefur lengst af
verið talið, að annar hvor þeirra hljóti að vera inn almáttki ás“ (Ólafur Briem: Heiðinn siður á
íslandi, 15. hls.).