Andvari - 01.01.1970, Síða 111
ANDVARI
EIÐSTAFUR HEIÐINNA MANNA
109
erfiðleikum hefur hins vegar valdið 7. vísuorð, en í handriti stendur (Konungs-
bók Sæmundar-Eddu, 80. bls.): hvlqvi hvilbeþiar. Fyrra orðið hafa menn lesið
hulkvi (þgf.), sem ætti þá að vera í nefnifalli hulkvir. En það orð er óþekkt í
íslenzku og hefur reynzt óskiljanlegt, hverjum ráðum sem menn hafa beitt. Þess
vegna hafa flestir Edduskýrendur sett í stað þess hestsheitið hplkvir. En vafalaust
á að lesa samkvæmt handriti hulkví, þ. e. einhvers konar kví eða girðing, sem hylr
(Sbr. orð eins og dulhpttr: höttur, sem dylur, og glapstígr: stígur, sem glepur.).
Hvílbeðr er dýna (Sbr. skinnheðr og heðjarver.), en hulkví dýnu, þ. e. sú kví,
sem hylur jaðar dýnunnar: stokkur (hvílustokkr, rekkjustokkr, rúmstokkr,
sængrstokkr). Alkunnur og forn er siðurinn að „stíga á stokk ok strengja heit“.
Að öllum líkindum er sigtýs herg (6. vo.) kenning eins og hvílbeðjar hulkví.
Sig er orrusta, en týr (guð) hennar: Óðinn. Berg er grjót, en „berg Óðins“ auð-
skilin kenning á hörgi eða heiðnu altari, sem jafnan var steinn eða hlaðið úr
grjóti og nefndist stalli eða stallr, eins og kunnugt er. Stallahringr sannar, að
eiðar voru unnir að stalla.
Sé nú gert ráð fyrir, að sigtýs herg sé kenning á heiðnum stalla, getur hringr
Ullar (8. vo.) naumast verið stallahringur, því að stallinn og hringurinn, sem á
honum lá, voru of náin fyrirbæri tíl þess að telja þau hvort í sínu lagi. Með til-
liti til svardaga var hvort tveggja eitt og hið sama. Efins vegar er þess að minnast,
að hringr er skipsheiti (Þul. IV, z, 3), en „skjpldr er ok kallaðr skip Hllar", segir
Snorri í Skáldskaparmálum, enda eru þess mörg dæmi í gömlum dróttkvæðum.
Kenningin „hringr (skip) Ullar = skjöldur" kemur vel heim við Völundarkviðu,
þar sem Völundur krefst þess af Níðaði konungi (33. v.), að hann sverji við
fernt (eins og Adi konungur í Atlakviðu), þ. e. „at skips borði ok at skjaldar
r<?nd, at mars bœgi ok at mækis egg“ (3.-6. vo.). „Efni eiðsins er eflaust: megi
borð skips míns, rönd skjaldar míns, bógur hests míns, egg sverðs míns bregðast
mér ef ég rýf eið minn“ (Jón Helgason: Tvær kviður fornar, 76. bls.). Þó að
Ullar hringr sé kenning á skildi, — en einmitt þannig skildi Sveinbjöm Egilsson
þessi orð (Lexicon poéticum) —, mun stofn hennar: hringr, eigi að síður vera
valinn fyrir áhrif hins forna eiðs, sem unninn skyldi að haugi eða stallakrmg
(Sbr. áður: svá... sem.).
Þegar öllu er á botninn hvolft, virðist Atli Buðlason hafa svarið eiða oft ok
ár að sól í hádegisstað, heiðnum stalla, rúmstokki og skildi. Ullur mun ekki koma
hér við sögu að öðm leyti en því, að nafn hans er notað sem einkunn einnar
kenningar af þremur. Hringr eða skip Uílar er venjuleg kenning á skildi. Á
víkingaöld var Ullur orðinn lítið annað en nafnið eitt, sem þó var tíðnotað í
skáldskap.