Andvari - 01.01.1970, Page 112
110
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
IV
Að lokum skal borið það vitni, sem einna órækast er, um tilvist hins forna
eiðs á víkingaöld. I lin fræga níðvísa Egils um Eirík konung blóðöxi hljóðar svo:
Svá skyldi goð gjalda,
— gram reki bond af londum, —
----reið sé rogn ok Oðinn,-----
rýn míns féar hýnum.
Folkmýgi lát flýja,
Freyr ok Njprðr, af jorðum.
Leiðisk lofða stríði
landpss, þann es vé grandar.
„Enginn vafi getur leikið á því, að Egill hefur eiðstafinn í huga, þegar hann
yrkir vísuna," segir Hermann Pálsson (Skírnir CXXX, 189), og skal undir þau
orð tekið af alhug. Landpss getur enginn verið nema Þór, annars vegar vegna
þess að hann var tölulega „langmest tignaður allra goðanna", eins og áður segir,
og því réttnefndur landýss, hins vegar af því að Óðinn er nefndur í fyrra hluta
vísunnar, og hafa margir á það bent. Hér fellur allt í ljúfa löð: Freyr ok Njprðr
ok ENN ALMÁTTKI QSS í eiðstafnum eru hinir sömu og Freyr ok Njprðr,
ÓÐINN og LANDQSS (ÞÓR) í vísu Egils. Af því leiðir, að hinn forni eiður
er ekki aðeins eiðstafur Islendinga, heldur og Norðmanna. Hann er ósvikinn
þáttur Ulfljótslaga.