Andvari - 01.01.1970, Side 113
JÖRGEN BUKDAIIL:
Ferðasaga frá Islandr
Ingólfur Arnarson fann fsland endur fyrir löngu (en írskir einsetumenn og
munkar höfðu áður haft spurnir aif landinu).
Við þekkjum sögnina um öndvegissúlurnar, sem rak á land, og landnám
norskra höfðingja, er flýðu Noreg vegna ofríkis konungs. En málið var ekki
eins einfalt og sagan greinir, því að landnám þeirra var aðeins einn þáttur í aldar-
langri, samfelldri sókn til Islands frá norsku sjóveldi austan Atlantshafs: Fær-
eyjum, Hjaltlandi, Suðureyjum og nyrztu hémðum Skotlands, og þó einkum
frá írlandi. Þar lékust á kristin og heiðin lífsskoðun, en írar voru útverðir ev-
rópskar menningar gegn heiðnum víkingum í austri.
Til íslands eigum við að sækja Eddukvæðin, og þar á meðal er hin goðsögu-
lega hálfkristna Völuspá, fyrsta evrópska bókmenntaverkið á norrænni grund.
Völuspá stendur rótum í grísk-rómversk-kristinni menningu og hugarheimi.
Um þetta margslungna viðfangsefni hafa fræðimenn deilt fram á þennan dag.
í mislitum hópi landnema voru norskar höfðingjaættir í fararbroddi; þær höfðu
hæði framtakssemi og skipulagshæfileika til að bera og stofnuðu þjóðveldi og
alþingi, þar sem menn leituðust við að þræða hinn gullna og vandrataða meðal-
veg milli réttar og valds, unz þjóðin sundraðist í innbyrðis deilum á Sturlunga-
öld líkt og Grikkir hinir fomu; en áður en það varð, höfðu báðar þessar ]>jóðir
skapað menningarverðmæti, er lýstu um ókomnar aldir og enn stafa ljóma.
Það fer vel á því, að styttan af Ingólfi Arnarsyni við höfnina í Reykjavík
skuli horfa út á blágráar bylgjur hafsins, sem bar hann að þessari strönd. „ísland
byggðist fyrst úr Noregi á dögum Haralds hins hárfagra." Þannig hefst íslend-
ingabók Ara fróða. Og í Landnánru segir ennfremur: „Ingólfur var frægastur
allra landnámsmanna, því að hann kom hér að óbyggðu landi og byggði fyrstur
landið. Gerðu það aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum."
ísland var fundið. f nokkrar aldir bjuggu menn við þjóðveldi og frjálst
*) Grein þessi, Det ydre og indre Island, birtist í Nyt fra Island 1960.