Andvari - 01.01.1970, Page 115
ANDVARI
FERÐASAGA FRÁ ISLANDI
113
við íátækt að stríða, að „Sögueynni“, en hún var raunar ekki til nema á 10. og
11. öld; en af því tímabili slær enn bjarma á Norðurlönd eins og af jarðelda-
glóð, og glæðumar varðveittust í handritum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.
Sjálfir gígarnir kulnuðu út á íslandi, en landið varð eins konar safn, drauma-
land unnenda norrænna fræða, er þrá að sjá með eigin augum staðina, sem sög-
urnar lýsa af raunsæi og nákvæmni. Raunar fæddust seinna hetjur eins og Jón
nokkur Sigurðsson, sem barðist fyrir frelsi þjóðar sinnar, en ... nálægð Gunnars
á Hlíðarenda og Egils var meiri veruleiki, að ógleymdum Snorra. Þannig tengir
listin fortíð og nútíð með töfrabrögðum sínum.
En leiðin til íslands var löng og ströng, og fáir hættu sér þangað. Róman-
tíkin hóf eyna úr hafi líkt og Atlantis forðum. Hið fagra kvæði Andreas Munch
er eins konar samnefnari hins ósýnilega huldulands sagna og ævintýra, þess ís-
lands, sem ávallt mun lýsa ofar veruleikanum.
Lýsir af eyju við ísþoku slóð
úti viS Dumbshafið kalda,
þar sem við berglogans leiftrandi glóð
leika sér fornmyndir alda.
Þaðan í svanaham sagndísin fróð
sveigir falda.
Ut til hins kynlega, logfrána lands
leitaði fornkappa skarinn;
öndvegissúlan frá hásæti hans
helgaði leið yfir marinn;
norðurheimstungan hins norræna manns
nam þar arin.
Meðan hin nátengdu norrænu lönd
nornin í sundur réð draga,
lagðir þú, fsland, með letrandi hönd
lífsfræin komandi daga;
þar vannstu festa vor 'frændsemisbönd,
fræga Saga!
Lífsfræin og frændsemisböndin, það er ísland sögu og eddu; kveikja kvæðis-
ins er rómantískur skandínavismi, er þráði að finna samnorrænni menningu stað
í grárri fortíð.
Draumsjónir og hugarflug; kvæðið er ort 1846, árið sem Jón Sigurðsson sneri
sér að því fyrir alvöru að vekja stjórnmálaáhuga landa sinna á Nýjum félags-
8