Andvari - 01.01.1970, Side 116
114
JÖRGEN BUKDAIIL
ANDVARI
ritum. Hann birti einmitt viturlega og hófsama grein árið 1846, er fjallaði um
efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar, svo að hún gæti losnað við rentukammerið í
Kaupmannahöfn sem fyrsta sporið í sjálfstæðisátt. Samtímis barðist hann fyrir
því að leysa síðustu viðjar hinnar illræmdu einokunarverzlunar. Viðleitni Jóns
Sigurðssonar vakti aðeins andúð danskra sögudýrkenda, ekki sízt frjálslyndra,
sem höfðu þó sótt sér andleg vopn og eldmóð í fombókmenntimar. Þegar norr-
ænir þjóðfrelsismenn höfðu loks eignazt stjórnarskrá 1849, héldu Islendingar,
að röðin væri komin að sér, og bænarskrár streymdu úr öllurn sveitum landsins
með undirskriftum, er kröfðust sjálfstjómar og löggefandi alþingis innan kon-
ungssambandsins. Þessu var hafnað og íslendingum hoðið að gerast amt í Dan-
rnörku. Jón Sigurðsson sló vitanlega hendinni gegn þessu smánarboði, og nú
hófst löng sjálfstæðisbarátta, er lauk ekki fyrr en 1944.
En þjóðfrelsismennirnir dönsku héldu áfrarn að yrkja um forna guði íslenzkra
sagna, til dæmis Ploug:
Ándesyn fra gamle dage,
Valhals guder, kom tilbage.
Drot for stammen
fylk os sammen!
Spænd dit bælte, stærke Tor!
Lyse Frej, dit sværd du svinge!
Hpjt lad, Heimdal, hornet klinge ...
Svo rann upp árið 1864. Tálsýnir skandínavismans og þjóðfrelsismanna guf-
uðu upp. „Lygi í skrúðklæðum" varð grafskriftin, senr Henrik Ibsen gaf þjóð-
frelsisstefnunni. En Dönum tókst aldrei að strjúka þessa skáldlegu glýju af aug-
um sér. Og þegar ég afréð að ferðast til íslands fyrir nokkrum árum, var það
náttúrlega til íslands nútímans og Ólafs Thors, sem þá var forsætisráðherra, —
en ég hlýt að viðurkenna, að það var eldfjallalandið hans Snorra og hetjusagn-
anna, sem ég hlakkaði til að sjá, stíga fæti á staðina, þar sem ógleymanlegir
atburðir höfðu gerzt, líta Skálholt og Reykholt eigin augum, tiltekinn stað í
Arnardal við ísafjarðardjúp, heimkynni Kötlu, sem Þormóður heimsótti kvöld
eitt, — Odda, Hlíðarenda — í stuttu máli, að feta í fótspor Kristians Kálunds,
sem kortlagði sögustaði landsins. Ég las rit hans í tveimur bindum, þar sem hann
staðsetur af ótrúlegri þekkingu atburði Islendingasagna. Ég stakk Sturlungu í
töskuna, þegar ég bjóst til að yfirgefa Norðurlönd hin eystri og heimsækja land
Snorra og Ólafs Thors. Þangað er 5—6 stunda flug. Maður sparar tíma, en
skynjar hins vegar ekki þá órafjarlægð milli íslands og Skandinavíu, er var
mikilvægur þáttur í samskiptum þessara þjóða um aldir.