Andvari - 01.01.1970, Síða 117
ANDVARI
FERÐASAGA FRÁ ÍSLANDI
115
Við flugum frá Höfn klukkan 17, — þetta var urn miðjan september — og
klukkan 23 vorum við yfir Vestmannaeyjum. Inni á dimmu landinu glytti í
stöku ljós; gráhvít breiða sást á hægri hönd, Vatnajökull. Þarna lá ísland sem
sé í myrkrinu fyrir neðan mig. Nú hefði ég átt að hugsa urn Olaf Thors ellegar
forseta lýðveldisins, er var nú loks orðið sjálfstætt. En hvemig sem á því stóð,
var Jón Hallsson mér efst í huga þessa stundina — ef til vill vegna þess, að við
flugum yfir heimkynni hans, Fljótshlíð og Rangárvelli. Ég sá brimið við strönd-
ina... skyldi það vera Mýrdalsjökull þarna fyrir aftan okkur? Við vitum lítið
um Jón Hallsson, en Vísnabók Guðbrands biskups varðveitir Ellikvæði hans, er
ber vitni um mikið skáld, meistara hins sveigjanlega forms og hnitmiðaðs stíls:
í æsku hin unga kæra
um erindi nókkur beiddi -mig,
lézt vilja læra
og lesa fyrir þeim, sem hæði sig.
S'kemmxa 'þykir, nær skemmtir ndkleuð í húmi
eða þá væna veiga gátt
um vetrarnátt
vakandi 'liggur í rúmi.
Skáldið beitir fimlega hinu foma máli og brýtur stirðnaða hefð. Hann er
uppi um 1500—1550, á dögum Ögmundar biskups og Jóns Arasonar, og hlýtur
að hafa verið víðkunnur. í kvæði, þar sem Jón Arason (síðasti kaþólski biskup-
inn á íslandi, hálshöggvinn af Dönum 1550) telur upp beztu skáld á íslandi,
kemst hann svo að orði:
Hallsson hróðrar snilli
hefir kunnað fyrir sunnan.
Bak við Ólaf Thors og Snorra, að baki hins nýja og hins fornfræga íslands
lá það, sem heillaði mig í rauninni mest, hið myrkvaða tímabil milli síðustu
kaþólsku stórskáldanna og hins endurvakta íslands Ijóðsins, lands þeirra Bjarna
og Jónasar. Fjarst í kvöldskininu lá ísland eddu, sögu og „Lilju“; þá komu rím-
urnar — sísona til skemmtunar, en þær stuðluðu einnig að viðhaldi ljóðhefðar,
og síðan fjöldi skálda, sem maður hefur aðeins veður af og gjalda þess, að þau
voru uppi á örðugum tímum. Meðal þeirra var sálmaskáldið Hallgrímur Péturs-
son, sem allir þekkja. Það er land þeirra, sem bíður mín þarna í myrkrinu. Þarna
eru ljósin í Hafnarfirði, og litlu seinna búumst við til lendingar. Reykjavík
marar í ljóshafinu fyrir neðan.
Þar sem öndvegissúlur Ingólfs flutu á land, stendur New York í smækkaðri