Andvari - 01.01.1970, Side 119
ANDVARI
FERÐASAGA FRÁ ÍSLANDI
117
og liorfir út á hafið. Milli þessara tveggja manna eru þúsund ár, stofnanda hins
iorna þjóðveldis og hins nýja. Aldirnar renna sanian í háleita, viðkvæma nútíð,
anda og efni. Og andinn sigrar um síðir. Að lifa er að lifa af. Margsinnis hefur
þetta land staðið á heljarþröm, þolað þyngri nauð en flest önnur. Oft lá við
sjálft, að menn flýðu land vegna óbærilegra aðstæðna: farsótta, eldgosa, verzl-
unareinokunar. í heila öld börðust menn við hungurdauða; þá var andlega fæðan
sögur og rímur, sálmar séra Hallgríms og postilla Jóns Vídalins. Og skáldin, sem
ég nefndi, lýstu einnig upp myrkrið ...
Fyrsta kvöldið í Reykjavík... stjörnubjartur septemberhiminn, iðandi stór-
borgarumferð; borgin telur 70.000 íbúa, um helmingi fleiri en öll þjóðin var á
hörmungarárunum; lífið gengur einnig hér með sigur af hólmi. Og ég verð
gagntekinn af þeirri staðreynd, að íslendingar eru fullvalda þjóð undir himni
norðurskautsins, meðan frelsið berst í bökkum og Austrið og Vestrið heyja kalt
stríð. — Eg held heim í náttstað fram hjá kaþólsku kirkjunni; dagurinn er allur,
og hugurinn reikar til Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskupsins, er stýrði frelsis-
haráttunni, áður en hnignunin hófst, og galt fyrir líf sitt og tveggja sona. Ég
rifja upp lokaerindi hans:
Vondslega hefir oss veröldin blekkt,
vélað og tælt oss nógu frekt,
ef ég skal dæmdiur af danskri slekt
og deyja svo fyrir kóngsins mekt.
II
Næstu daga kynntist ég Islandi nútímans, þar sem iðnvæðing og tækni höfðu
haft endaskipti á fornu bændasamfélagi. Dráttarvélar spöruðu vinnuafl, og
vinnufúsir menn streymdu til bæjanna; hægara varð að sitja stórbýli en áður og
brjóta nýtt land til ræktunar. Við þetta bættist rafvæðing og nýting fjarlægra
fiskimiða, síldarverksmiðjur, niðurlagningarverksmiðjur og aðrar, sem vinna úr
liskaflanum með ýmsu móti, gróðurhús við hverina og öflugur samvinnufélags-
skapur. í sannleika nýtízkulegt ísland, sem á tæpurn mannsaldri hefur slitið af
sér aldagamlar viðjar og samhæft krafta þjóðfélagsins til að takast á við ný og
gömul vandamál. Það er sími um allt land, áætlunarflug frá Reykjavík til bæja
og staða víðs vegar á eynni — og útvarp. Einangrunin er brátt úr sögunni og
kvöldvakan þá sennilega einnig, sú forna menningarhefð. Auk dagblaða og út-
varps mun sjónvarp einnig koma í hennar stað áður en varir. Hvergi eru hin
sígildu vandamál: nýjungar og hefð — jafnbrennandi og hér.
Hin glæsta fortíð, sem kvöldvökurnar héldu lífi í, endar sennilega sem safn-