Andvari - 01.01.1970, Page 121
ANDVARI
FERÐASAGA FRÁ ÍSLANDI
119
Akureyri er samvinnubær, en í dag er hann í mínum augum bær Bólu-
Hjálmars og Matthíasar Jochumssonar. Af svölum gistihússins horfi ég á skipin
á höfninni og yfir á Svalbarðsströnd. Þarna fyrir handan, iþar sem ljósin kvikna
í bláu húminu, liggur Halland. Þar fæddist Bólu-Hjálmar, eitt sérkennilegasta
skáld íselndinga og sannur fulltrúi hinnar heilsteyptu alþýðumenningar. Eng-
inn sýnir okkur hiS sanna ísland jafnskýrt og þetta skáld, sem menn hafa nefnt
Egil Skalla-Grímsson 19. aldar. En örlög hans voru dapurleg. Haustnótt eina áriS
1796 barSi förukonan Marsibil Semingsdóttir aS dyrum á Elallandi, aSfram-
komin og háólétt. Þama ól hún barn og hvarf síSan á brott. Konan á Hallandi
þorSi ekki aS hafa þennan munaSarleysingja á heimilinu, en sendi Margréti
vinnukonu sína meS barniS í poka til sýslumannsins, sem vildi ekkert gera í
málinu. Margrét kom því þá í fóstur til ekkju einnar, SigríSar Jónsdóttur. AuS-
velt er aS ímynda sér ævi þessa vesalings, sem hrekst milli manna, fátækur og
smáSur. En Bólu-Hjálmar beitti fyrir sig níSinu, iSulega beinskeyttu, og lét fjúka
í kviSlingum, svo aS hann kom sér út úr húsi hjá fólki. Stundum voru þaS stór-
brotin kvæSi, kjarnyrtari en nokkur önnur. Skáldskapur hans virtist rísa að sama
skapi og hamingjusól hans seig. Síðustu ár ævinnar komst 'hann beinlínis á ver-
gang og hafðist við í fjárhúsi skammt fyrir norðan Víðimýri. Á Akureyri sást
hann oft, og þar minnast menn hans enn í dag, úfins hærulangs, sem var bitur
og hvassyrtur. — Hann og Sigurður BreiSfjörS eru síðustu alþýðuskáldin, sem
frá dögum Jónasar Hallgrímssonar kyntu elda íslenzks skáldskapar um myrkar
aldir. Bólu-Hjálmar andaðist 1875. Andlegan jafnoka sinn hitti hann aSeins
einu sinni: skáldið og amtmanninn Bjarna Thorarensen. En þá var Hjálmar
ákærður fyrir þjófnað og íkveikju. Bólu-Hjálmar var snillingur, og í honum
kristallaðist hin langa og stranga saga þjóðarinnar.
Þarna gekk hann — eftir þessum götum. Aldrei fannst mér ég hafa skynjað
nálægð íslands eins vel og nú, er ég rifja þetta upp og horfi á ljóstýrurnar á
Hallandi. Kvöldhúmið breytist í septembermyrkur; þaS er stytt upp, og stjöm-
urnar taka að skína. Ég hef yfir erindi úr síðasta kvæði föruskáldsins:
Húmar að mér hinzta kvöld,
'horfi eg Ifram á veginn,
gröfin móti gapir köld;
gref ég á minn vonarskjöld
rúnir þær, sem ráðast hinum megin.
Seinni hluta nætur fór að snjóa, og daginn eftir var allt orðið hvítt, er ég
ók að legstað þjóðskáldsins, Matthíasar Jochumssonar, í brekkunni fyrir ofan bæ-
inn. Matthías orti íslenzka þjóðsönginn og var síðasta stórskáldið, sem lék á þjóð-