Andvari - 01.01.1970, Page 123
ANDVARI
FERÐASAGA FRÁ ÍSLANDI
121
kaþólski biskupinn í Skálholti, útvegaði henni. Bærinn hrörnaði, bæði dóm-
kirkjan og húsin voru byggð úr timbri, og nú er allt horfið. Af uppgreftri kirkju-
grunnsins sést, hvar hún stóð, og nú er í ráði að reisa þar nýja dómkirkju. Hvergi
skynjar maður sorgarsögu íslands eins átakanlega og hér, afleiðingar fátæktar og
réttleysis. Einu leifarnar úr þessum menningarreit eru varðveittar á bókasafni í
Kaupmannahöfn. Skammt frá kirkjurústunum eru nokkrir steinar, sem sýna,
hvar Jón Arason var hálshöggvinn, minnismerki hins sama ofríkis. Eg hraða mér
burt frá þessum ömurlega stað, sem hefur yfir sér einhvern Golgatha-blæ, og við
höldum að Odda, öðru fræðasetri, þar sem Snorri ólst upp hjá Jóni Loftssyni og
hlaut menntun sina, þann grundvöll, er menningarafrek hans hvíldu á.
En Odda er einnig brugðið, því að þar sjáum við lítið annað en grasigróna
hóla og kindur á beit. 1 austri lít ég Vestmannaeyjar í fyrsta sinni eins og blá
segl víkingaflota, sem varpað hefur akkerum við Landeyjasand. Þetta útsýni
blasti við augum Snorra í uppvexti hans, sama snækrýnda keilan á Heklu í
norðaustri og að baki hennar ísheimarnir inni við Vatnajökul. Sennilega var
Snorri ekki mikill náttúrudýrkandi, annar eins bókaormur, því að nóg var af
bókunum í safni Jóns Loftssonar.
Næst er förinni heitið á Njáluslóðir undir Þríhymingi, að Hlíðarenda, bæ
Gunnars. Hann stóð þarna í hlíðinni fyrir ofan þjóðveginn. Skuggi sögunnar...
Gunnar, sem berst við ofureflið... nærvera hans svo sterk fyrir tilverknað og
töfra listarinnar, að nútíðin þurrkast burt, og persónur, er voru ofar moldu fyrir
þúsund árum, stíga fram á sjónarsviðið. Það er sem Hallgerður geti þá og þegar
birzt þarna í gættinni... ein hinna ógleymanlegu kvenna heimsbókmenntanna,
mótuð einföldum, skýrum dráttum. Langrækin var hún; hatur, skapharka og
hefndarhugur undir hjúpi þokka og fegurðar, sem ruglar veslings karlmennina
í ríminu. Hér gerðist það, sem sé. — Ég horfi yfir Markarfljót; þarna fyrir handan
er Mörk, bær Ketils Sigfússonar; en hve ég man... og þarna er Gunnarhólmi,
þar sem hestur Gunnars drap fæti — og honum varð litið upp til hlíðarinnar og
mælti: „Fögur er hliðin, svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnzt, bleikir
akrar og slegin tún, og mun ég ríða heim aftur og fara hvergi." Þessi ódauðlega
setning kostaði liann síðar lífið. Það voru þessar hlíðar, sem ég skoða nú í lágri
septembersól. Heimurinn þekkir þær af sögunum, mjög fáir hafa litið þær aug-
nm. Kvöldblærinn þýtur í sölnuðu grasi, sólin er setzt. Fyrir stafni rísa Vest-
mannaeyjar í blárri kyrrð, og við komum í ljósaskiptunum að Bergþórshvoli, bæ
Njáls, þ ar sem hin örlögþrungna saga nær hámarki í brennunni. Neðst á vestur-
loftinu teygja sig stálgrá ský líkt og skuggafingur... það setur að manni hroll...
brátt eru liðin þúsund ár síðan listamaður dró upp myndir á ritfell, og þær
steypa sér yfir mann eins og svartir fuglar; þama er dalurinn bak við hólinn,