Andvari - 01.01.1970, Page 124
122
JÖRGEN BUKDAHL
ANDVAKI
Þingvellir.
þar sem Flosi lá í leyni, og hér stóð bærinn. Það hefur verið á slíku kvöldi, sem
Njáll og heimafólk hans var brennt inni... eldurinn blossaði upp og rauður log-
inn lýsti langt út í sveit, meðan gráir, vopnaðir menn sátu um að höggva niður
hvern þann, er reyndi að brjótast út úr eldinum... iðandi skuggamyndir í rauðu
eldskininu ... saga, saga ...
Daginn eftir lá leiðin til Þingvalla, stjórnsýslumiðstöðvar íslendinga á þjóð-
veldisöld. Það var rok þennan dag, sinan lá nærri flöt í veðrinu, og hvítfyssandi
öldur voru á Þingvallavatni. Hér niður Almannagjá streymdu þeir alls staðar að
af landinu sumar eftir sumar. Flér reistu þeir tjaldbúðir sínar, og enn sér móta
fyrir Snorrabúð. Lögin voru lesin á Lögbergi, og allt umhverfis sátu menn og
hlustuðu og hugleiddu eflaust á meðan, hve fjölmennir þeir væru á þingi, hvaða
frændur og tengdamenn mundu fylgja þeim að málum, þegar til kastanna kæmi,
en mikið þingfylgi efldi áhrifavald höfðingjanna. Meðfram Lögbergi rennur
Oxará, hemaðarlega mikilvæg lína, ef í odda skarst. Og þarna stóð eitt elzta
þing í heimi; enda þótt menn hefðu tryggt sér liðsafla til að fylgja eftir málum,
var Lögberg talinn helgur staður, og menn rufu ekki samninga, sem þar voru
gerðir nema í ýtrustu neyð. Virðingin fyrir lögum er stórfurðuleg, því að sam-