Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1970, Page 125

Andvari - 01.01.1970, Page 125
ANDVARI FERÐASAGA FRÁ ÍSLANDI 123 félagið réð ekki yfir neinu sérstöku valdi til að framfylgja þeim; rnáttur orðsins var mikill hjá íslenzku höfðingjunum. Á Þingvöllum var mikið um að vera, konur bjuggust sínu bezta skarti, menn deildu og sættust, þar fóru fram festar, og hestum var att og barizt upp á líf og dauða í hólmgöngum. í flestum sögunum liggur leiðin til Þingvalla; þar gerðust æsandi atburðir, gaman og alvara — sumar- hátíð, þar sem fólk hittist eftir langan vetur á afskekktum býlum. Stormurinn þýtur um dalinn ... enn eitt leiksvið er lagt að baki, leiktjöldin standa, þar sem enn þá Oxará rennur ofan í Almannagjá, en helgi staðarins felst í því starfi, sem hér var unnið: að rnóta stjórnarfar og lög, sem veröldin leitar að enn, lög, sem eru sterkari en valdið. Héðan liggja þræðir til gamla þjóðaibandalagsins, til Sam- einuðu þjóðanna ... eyjan hafði vissulega austrið og vestrið innan vébanda sinna; lögin og valdastreitan toguðust á, en deilurnar sköpuðu jafnframt samheldni, er fleytti þjóðinni yfir hörmungar og efldi innra frelsi og sjálfstæði, sem nú er orðið að veruleika. Næst kom röðin að menningarhéruðunum vestan lands, í Borgarfirði og við Breiðafjörð. Hrím var enn á jörðu, er við ókum í árdegissólinni fyrir Esju og Hvalfjörð. Komið var að Saurbæ, sem er einnig merkur áfangi í íslenzkri menn- ingarsögu. Hér þjónaði séra Hallgrímur Pétursson, og hér hvílir hann fyrir kirkjudyrum. Passíusálmar hans eru snilldarverk bæði frá trúarlegu og listrænu sjónarmiði. Hann og Jón Vídalín vikkuðu land eddu og sögu, færðu út and- legar kvíar þess. Þeir voru öllum öðrum fremri í að stilla strengi móðurmálsins; 19. aldar skáldskapur hvílir í raun og veru á herðum þeirra. Bækur þeirra eru til á hverju heimili, og hinn voldugi útfararsálmur séra Hallgríms, Allt eins og blómstrið eina, er sunginn við allar jarðarfarir. Sem sálmaskáld stendur hann jafnfætis Kingo, Brorson, Grundtvig, Wallin og Blix (nokkrir sálma hans hafa jafnvel verið þýddir á kínversku). Passíusálmarnir hafa verið gefnir út 40 sinn- urn á íslandi. Hvað væri íslenzk menning án Elallgríms (og Vídalíns), ef ekki væri annað en ögn af sögu og eddu til andlegrar hressingar? í Reykjavík er verið að reisa kirkju Hallgrími til dýrðar. En fegursta minnismerkið um hann er í safni Einars Jónssonar. Fremst liggur Hallgrímur á sjúkrabeði (hann þjáðist af holdsveiki). Yfir honurn svífur gyðja skáldskaparins með krossinn og hörpuna, en að baki hans er mannfjöldi á uppleið, þrep af þrepi, fáeinir fremst, en fleiri bætast við og loks stór fylking, öll þjóðin; stiginn er borinn uppi af íslenzkum sveitabæjum á lágmynd. Ég minnist vart að hafa séð fegurra minnismerki um skáld. Við ökum áfram unz við komum að Borg, aðsetri annars skáldjöfurs, Egils Skalla-Grímssonar, sem frægur er af sögu þeirri, er Snorri ritaði urn hann, og hinu volduga kvæði, Sonatorreki. Kirkja er á staðnum, og okkur er bent á leiði,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.