Andvari - 01.01.1970, Síða 127
ANDVARI
FERÐASAGA FRÁ ÍSLANDI
125
þann atburð, hefur lifað í þúsund ár, og enn opinberar það nístandi sálarkvöl
og kvíða:
Mjög erumk tregt
tungu at hræra
eða loptvætt
ljóðpundara;
esa nú vænligt
of Viðurs þýfi
né hógdrægt
ór hugarfylgsni.
Egill sat í dimmri lokrekkju og orti sér til hugarhægðar. Sagan segir: ,.Egill
tók að hressast, svo sem fram leið að yrkja kvæðið, og er lokið var kvæðinu, þá
færði hann það Ásgerði og Þorgerði og hjónum sínum; reis hann þá upp úr
rekkju og settist í öndvegi; kvæði þetta kallaði hann Sonatorrek." Hrífandi
vitnisburður um lækningamátt listarinnar. Snorri var af ætt Egils og bjó um
hríð á Borg, ættaróðali konu sinnar, en fluttist síðan að Reykholti. Við munum
nú feta í fótspor hans að einu helzta menningarsetri þjóðarinnar.
Við ökurn nreðfram bláurn ám og grænum hlíðum upp blómlegan Borgar-
fjörð, förum yfir Hvítá og sjáum nú inn í Reykholtsdal með rjúkandi hverum,
unz numið er staðar í Reykliolti. I dag er 23. september, ártíð Snorra. Veðrið
er drungalegt og kyrrt. Það rýkur úr Skriflu, hvernum, sem Snorri leiddi
heitt vatn úr eftir lokræsi í baðþró sína. Hér svífur andi Snorra yfir vötnum,
svo að manni virðist hann vera allt að því áþreifanlegur. Laugin hans er kringlótt,
hlaðin úr grjóti og stendur nær óhögguð eins og leynigöngin. í nótt eru liðin
rúm 700 ár síðan hann flúði niður í þau og faldi sig í kjallara, er Gissur hafði
umkringt bæinn. Og þarna hlýtur kjallarinn að hafa verið, þar senr Snorri hlaut
banasárið. „Eigi skal höggva“ voru síðustu orðin, sem hann mælti. Enn er sem
leynigöngin bergmáli hálfkæfðar stunur. — Það er kominn dagur. Haustsólin
hefur skinið á sölnaðar hlíðar, þegar menn báru lík hans í kirkju og kveiktu á
háum kerturn, rneðan líkhringing barst um dalinn frá klukkunum tveimur, er
þau Hallveig kona hans höfðu gefið.
I horni kirkjugarðsins, þar sem heitir Sturlungareitur, stendur reynitré með
blóðrauðum berjurn; gul sinan er fallin. Einhvers staðar hérna hlaut hann sína
hinztu hvílu. — Hér varð Heimskringla til, Edda og Egils saga. Héðan hafa
legið leyniþræðir — oft verið brugguð vél í norskum og íslenzkum stjórnmálum,
unz Snorri féll á sjálfs sín bragði um síðir. Hann var ekki herforingi, heldur
baktjalda- og ráðagerðarmaður.
Hér hefur bókasafn hans verið. Hér las hann Fóstbræðra sögu og þræddi