Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1970, Page 129

Andvari - 01.01.1970, Page 129
ANDVARI FERÐASAGA FRÁ ÍSLANDI 127 Nú er Snæfellsjökull að baki tindrandi í sólskininu. Það er flogið yfir land, hvassa fjallatinda, móbrún heiðalönd og lent á ísafirði, kaupstað í djúpri skál umgirtri háum fjöllum og skuggalegum. Talið er, að af tindum þeirra sjáist á Grænlandsjökul, en það mun rangt. Við erum stödd norður við heimskautsbaug. Hér norður af eru hinar eyðilegu Hornstrandir, og Drangajökull blasir við í austri. Veðrið er kyrrt og fremur milt þennan haustdag, er ég legg leið mína suður fyrir fjörðinn og upp með honum hinum megin, að Arnardal, afskekktum sögustað úr Fóstbræðra sögu. Heima hef ég margoft lesið þær fáu síður, er lýsa komu Þormóðs í Amardah Þormóði þótti dauflegt heima á Laugabóli; eftir þingið um sumarið réðst hann til ferðar með húskarla föður síns til að sækja fisk í Bolungarvík. Úti fyrir Arnardal kom andviðri á móti þeirn, og gengu þeir þá á land, reistu tjald og hugðust bíða byrjar. Katla hét kona, er bjó í Arnardal. Hún var ekkja. Dóttir hennar, Þorbjörg, var heima með móður sinni. Þorbjörg var tíguleg á velli, geðsleg stúlka, en ekki fögur. Hún var dökk á brún og brá og var því kölluð Kolbrún. Þormóður gerði sér títt um þær mæðgur. Hann sendi húskarlana eftir fiskinum, en varð sjálfur eftir í Arnardal. Þar orti hann kvæði til Þorbjargar, sem síðar var nefnt Kolbrúnarvísur. Kvöld eitt, er hann flutti kvæðið, dró Katla góðan gullhring af hendi sér og mælti: „Þetta fingurgull vil eg gefa þér, Þormóður, að kvæðislaunum og nafnfesti, því að ég gef þér það nafn, að þú skalt heita Þormóður Kolbrúnarskáld.“ Þetta var sumarkvöld í Arnardal fyrir þúsund árum. Hér gerðist það, fyrir handan ána, sem liðast niður dalinn. Þama niðri við sjóinn stóð tjaldið hans Þormóðs. Sólin varpar daufri birtu yfir grænt grasið, og úti við fjarðarmynnið Ijóma snæviþakin fjöll. Aldir renna, en sagan varðveitir minningu þessa hálfa mánaðar í Arnardal, þar sem fund þeirra Þormóðs og Þorbjargar bar saman: Þau undu þarna við ána sumarlanga nótt, meðan húmið sveipaði landið skamma stund. Heiðin var þögul, en áin hjalaði við steinana þá eins og nú. Eg geng yfir túnið, þangað sem bærinn Kötlu hlýtur að hafa staðið; hér sat Þormóður og orti, meðan augu Þorbjargar lýstu eins og maurildi í arinskininu — og Katla dró gull- baug af hendi sér. ... Ungur maður og kona hittast af tilviljun, það gerist ótal sinnum, og af því fara engar sögur... ást við fyrstu sýn, þögnin rofin, fyrstu orðin sögð út í bláinn, gullhringur... Engan óraði fyrir því kvöldið góða, að Norðurlönd ættu eftir að minnast þessa fundar í Amardal um ókomnar aldir og viðurnefni það, sem Islendingurinn hlaut þar, ætti eftir að hljóma í orustunni á Stiklarstöðum, unz þeir Þormóður Kolbrúnarskáld og Ólafur helgi urðu sam- ferða inn um ódauðleikans gullna hlið. Degi er tekið að halla. Flaustsólin er setzt að fjallabaki, golan strýkur stráin, og áin skundar óþreyjufull til sjávar. Þormóður kvaddi og sá Þorbjörgu ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.