Andvari - 01.01.1970, Side 132
130
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVAIU
anna, velta úr sessi dagana 9.—10. nóvember 1799, er franski lierinn skerst í
leikinn og upphefst tímabil Korsíkumannsins, Napóleons Bonaparte hershöfð-
ingja.
A öllum ferli frönsku 'byltingarinnar hafði henni aldrei tekizt að koma á
kyrrð í landinu, traustu stjórnarfari, sem væri í nokkm samræmi við hinar há-
leitu hugsjónir mannréttindayfirlýsingarinnar. Þessa var að sjálfsögðu ekki að
vænta á fyrstu árum byltingarinnar, iþegar líf hennar var beinlínis í veði og mörg
úrlausnarefni hennar enn óleyst. Byltingin skapaði sterkara og harðsnúnara mið-
stjórnarvald en dæmi vom til í sögu Frakklands, er Oryggisnefndin, Velferðar-
nefndin, hyltingardómstóllinn og fallöxin ríktu ein. En þeir, sem tóku við af
þessum ægivöldum byltingarinnar, termidorarnir og fulltrúar þeirra, forstjóramir,
stóðu síður en svo á traustum gmnni, miklu fremur mætti kalla hann kviksyndi.
Forstjórarnir stofna borgaralegt lýðveldi eignamanna, sem hafa auðgazt á styrj-
öldunr Frakklands og þeirri verðbólgu, er sigldi í kjölfar nýrrar eignaskiptingar
byltingarinnar. En það var sótt að þessu borgaralega lýðveldi eignamanna úr
tveim áttum: annars vegar voru konungssinnar í bandalagi við klerka og nokk-
urn hluta íhaldssamra bænda, hins vegar 'hinir róttæku múganrenn borganna,
sanseulottar og pólitískir forustumenn þeirra, leifar hinna gömlu Jakobína. For-
stjórastjórnin var því milli tveggja elda, hinna 'fornu afturhaldsstétta og þeirrar
alþýðu, er 'byltingin hafði vakið til pólitískrar vitundar. Hvað eftir annað urðu
forstjóramir að brjóta sína eigin stjómarskrá til þess að haldast í völdunum. Og
hvað eftir annað urðu þeir að kveðja herinn til að brjóta á bak aftur uppreisnir,
einn daginn konungssinna, hinn daginn alþýðuuppreisnir sansculottanna. Æ
óftar verður það venja og færist til hefðar, að herinn leysi með valdi póltískar
kreppur forstjóratímabilsins, unz hann verður sá gerðardómur, er hinir stríðandi
aðilar verða að hlíta. Þegar barátta stéttanna er komin í sjálfheldu á þann veg,
að engin ein stétt 'fær sigrazt á andstæðingum sínum og sú, sem þá stundina fer
með völd, er uggandi um stöðu sína, þá berst hið gullna tækifæri upp í hend-
urnar á manni eins og Napóleon Bonaparte til að hrifsa til sín stjómartaumana
og koma á þeirri reglu og þeim aga, sem nauðsynlegur er hverju þjóðfélagi, sem
getur ekki án enda verið í byltingarástandi. I lok 18. aldar var valdaafstaða stétt-
anna í Frakklandi með þeim hætti, að byltingin gat ekki leyst sinn hnút. Hann
varð aðeins höggvinn. Og það var her byltingarinnar, sem á sverðinu hélt. Þetta
hefði þó ekki getað orðið, ef franski herinn hefði ekki verið snar þáttur hinnar
frönsku byltingar, sem var herská andspænis grönnum Frakklands nálega frá
upphafi vega sinna.
Mjög snemma á ferli byltingarinnar mátti sjá þess merki, að forustumenn
hennar ætluðu henni mikinn h'lut í almennu frelsisstríði Evrópu. Einn af fremstu