Andvari - 01.01.1970, Side 135
ANDVARI
FRANSKA BYLTINGIN OG NAPÓLEON
133
kaupum og sölum, voru einnig afnumin, og jafnréttisákvæðið stuðlaði að því að
gefa liverjum manni kost á að leita þess frama, er hæfileikar hans og aðstæður
leyfðu. AS þessu leyti var sk’lið að fullu í sundur með hinu foma lögstéttakerfi
ættgöfgi og sérréttinda og borgaralegu þjóðfélagi atgervis og tækifæra. Fyrir bylt-
inguna höfðu franskir bændur haft í eign eða ábúS um 45% allra jarða. En á
nálega öllum bændajörðum hvíldu lénskvaðir ýmiss konar, sumar hvíldu á bænd-
um persónulega, aSrar hvíldu á jörSum þeirra. ÞjóSsamkoman afnam hinar fyrri
kvaðir endurgjaldslaust, en ætlaðist til, að bændur greiddu landsdrottnum þær
kvaðir, er á jörðunum hvíldu. í rás byltingarinnar fór þó svo, að bændur þrjósk-
uðust við aS borga, og 1794 voru þessar skuldir strikaðar út. Á Frakklandi losn-
uSu bændur þ\d viS allar lénsskvaðir endurgjaldslaust, og var þetta róttækasta
lausn bændamálsins í Evrópu. En enn hefur ekki verið greitt úr því vandamáli
franskrar sögu, hve miklu jarðnæði bændur bættu viS sig í byltingunni og ámn-
um eftir hana. Frönsku kirkjujarðirnar voru allar teknar eignamámi og seldar.
Þær námu um 10% allra jarðeigna Frakklands. Einnig voru seldar jarðir þeirra
aðalsmanna, sem flýðu land eSa teknir vom af lífi. Ekki er vitaS með vissu, hve
miklar þessar jarðir voru, en miklu hafa þær verið færri en jarðir kirkjunnar.
f einu umdæmi á Frakklandi, sem rannsakað hefur verið, kom það í ljós, að af
30 þúsund bændum, sem keyptu þjóSjarðir, hafi þriðjungur engar jarðir átt árið
1789. Svo virðist samt, að víðast hvar hafi þjóðjarðirnar ekki nema að litlu leyti
verið seldar smábændum, sem áður vom ánauðugir, leiguliðar eða kotungar, held-
ur hafi það verið borgarar og stórbændur, er keyptu megnið af þeim. Þegar nokk-
ur ár voru liðin frá byltingunni, 1826, má fá fróðlegar hagtölur um þjóðfélags-
skipun sveitabyggSa á Frakklandi. Þá em taldir 6,2 milljónir jarðeiganda. Af
þeim vom % smábændur, er áttu aðeins 17% af flatarmáli og verðmæti jarða, en
1% jarðeiganda áttu 28% allra jarSeigna, 60 þúsundir jarðeiganda áttu rneira en
14 ahs lands. SmájarSimar skiptust og sundmðust án afláts fyrir erfðir, samkvæmt
ákvæðum lögbókarinnar. En stórjarðirnar héldust óskiptar á sömu hendi. Napó-
leon ýtti undir þetta, er hann skapaði nýjan keisaralegan aðal og bjó hann mikl-
um jarðeignum, sem 'hann veitti eins konar óðalsréttindi (majorat), þ. e. að elzti
sonurinn erfði einn jörðina. Þegar hinn gamli landflótta aSall sneri aftur heim
á dögum Napóleons, fengu þeir jarðir sínar aftur, þær er höfðu ekki verið seldar.
Þegar Napóleon veltist úr völdum 1814, var kosningaréttur og kjörgengi sam-
kvæmt hinni nýju stjómarskrá bundinn hárri skattgreiðslu, enda voru kjósendur
aðeins 100,000 og kjörgengir menn 1800 talsins. En þaS er athyglisvert, að 80%
kjósenda vom jarðeigendur.
Niðurstöður hinnar miklu frönsku byltingar urðu því þær, að stórjarðeigend-
ur og stórbændur höfSu einir pólitískt áhrifavald á Frakklandi fyrst í stað, en að