Andvari - 01.01.1970, Síða 137
ANDVARI
FRANSKA BYLTINGIN OG NAPÓLEON
135
lágu og tök voru á til íhlutunar. En hin félagslegu umskipti ganga ékki eins
djúpt og í Frakklandi. Víðasthvar í löndum þessum og héruðum verða bændur
að greiða fé fyrir að losna undan lénskvöðunum, og þegar kirkjujarðimar eru
seldar á uppboði, em það auðugir borgarar og jafnvel aðalsmenn, sem hreppa
veiðina. Það rárðist aldrei hafa flögrað að hinum frönsku byltingarmönnum að
skapa stétt frjálsra sjálfseignarbænda utan mæra Frakklands. Byltingin lét sér
nægja að veita þeim lagalegt, formlegt frelsi, en lét undir höfuð leggjast að gefa
þeim kost á jarðnæði.
En franska byltingin gaf þvi fólki, sem hún hafði ýmist innlimað eða 'her-
numið, ekki aðeins frelsið, svo sem það var túlkað á Frakklandi. Flún krafðist
þess, að systralýðveldin greiddu ríflega fyrir „frelsunina". Það var meginregla
frönsku byltingarherjanna að bera ekki með sér vistir. Fyrir þá sök vom þeir
svo undra skjótir í fömm. Napóleon hélt síðar meir sama sið. Franski herinn
lifði einfaldlega á landinu, sem hann var staddur í þá stundina. Hverju slíku
landi var gert að greiða skatt, og tollheimtumenn Frakklands gengu í slóð hersins
og heimtu inn skattinn án iráðar og miskunnar. A sex vikum greiddi Belgía 64
milljónir livres í fjárhirzlu Frakklands. Þegar Flolland fékk að gerast systurlýð-
veldi Frakklands, varð það að sætta sig við að greiða 100 milljónir florina í silfri
og ávísunum á erlenda banka. Á fyrstu 3 mánuðum herferðarinnar til Italíu nam
skatturinn 60 milljónum franka. Til viðbótar voru mörg frægustu listaverk ítalskra
renesansemeistara tekin ránshendi og send til Parísar, þar sem þau skarta enn á
söfnum. Það fór því oftar en ekki svo, að Robespierre reyndist sannspár, er hann
varaði félaga sína við að senda „vopnaða trúboða" til annarra landa og snúa þeim
til sannrar trúar. Smábændur og smáborgarar í Sviss, sem fengu ekki risið undir
skattpíningunni, risu upp gegn „frelsumm“ sínum á árunum 1798—1799. Ka-
þólskur fátækralýður á Ítalíu gerði uppþot í bandalagi við klerka og höfðu að
herópi: Viva Maria — Fifi María guðsmóðir! í Piedmont, sem Napóleon hafði
innlimað Frakklandi við friðarsamningana í Campo Formio 1797, hófst byltingar-
sinnuð uppreisn tveirn árum síðar. Llppreisnarmenn kröfðust |>ess, að ítaha yrði
sameinuð í eitt ríki, og var þetta fyrsta þjóðemisbyltingin í Evrópu, sem beint
var gegn frönsku byltingunni. Á þessa lund var hag hinnar frönsku byltingar
komið, er Napóleon Bonaparte tók völd á Frakklandi með aðstoð hersins og gerð-
ist fremstur þeirra þriggja konsúla, er fóru með framkvæmdamald ríkisins.
Mér er það í bamsminni, að á heimili foreldra minna hékk á vegg gegnt
rúmi minu mynd í brúnum lit og innrömmuð. Maður situr á stól með korða, ber-
höfðaður, hatturinn þrístrendur liggur á gólfinu, ennið mikið og kollvikin, en
lokkur liðast niður ennið. Hann var sýnilega í þungum jxinkum. Móðir min
sagði mér, að þetta væri Napóleon mikli og myndin væri af honum eftir síðustu