Andvari - 01.01.1970, Page 139
ANDVARI
FRANSKA BYLTINGIN OG NAPÓLEON
137
inga, en trúði fastlega á, að hægt væri aS móta heiki hjóS meS uppeldishug-
myndum einum saman eins og mjúkan leir.
MeSan Napóleon gegndi embætti Fyrstakonsúls, sat liann lengst af á friSar-
stóli, og á þeim árum fékk hann afkastaS ótrúlegum hluturn í stjómgæzlu og
réttarfari. Lögbókin, sem raunar er aS litlu leyti hans verk, taldi hann svo mikils-
háttar, að hann lagSi hana að jöfnu viS þær fjömtíu orustur, er hann háði um
ævina. MeS sáttmálanum við páfann tókst honum að sundra fylkingum kon-
ungssinna og reyndi í sama mund aS friðmælast við hinn landflótta aðal og
teygði marga þeirra til sín, svo að þeir sneru aiftur heim til Frakklands. Eftir
krýninguna skapar hann keisaralegan aðal, hleður titlum og auðæfum á hina
lítilættuðu marskálka sína og gerir suma þeirra að hertogum og jafnvel konung-
um, ættmenn sína setur hann í hásæti í systralýSveldum byltingarinnar eSa her-
numdum löndum, svo sem Spáni. Þegar ný hemaSarbandalög eru reist gegn hon-
um, 'heldur hann lengra austur á meginlandið, sigrar Austurríki, molar prúss-
neska herinn mélinu smærra og kemst allt austur að landamærum Rússaveldis.
HiS Fleilaga rómverska ríki þýzkrar þjóðar hnígur í valinn eins og elliblökk heina-
grind, og Napóleon drýgir þá sína mestu sögulegu dáS, er hann skipuleggur á
nýjan leik hin þýzku lönd og leggur beinlínis að velli þúsund ára gamalt mið-
aldaskipulag Evrópu.
Það, sem kallað var Heilagt rómverskt ríki þýzkrar þjóðar, var eitthvert fárán-
legasta 'fyrirbrigði evrópskrar sögu, samansett úr stórveldum á borð við Prússland
og Austurríki, er 'bar keisaratitilinn, smáfurstadæmum, dvergríkjum, frjálsum
ríkisborgum og frjálsum keisaralegum riddurum, er áttu bújarðir, sem sumar
voru nokkrir hektarar að flatarmáli. Stundum voru tollmúrar innan þessara kot-
ríkja, og af sjálfu leiðir, að þau áttu sér ekki sameiginlega vog og mál. ÞaS varð
hlutverk frönsku byltingarinnar að moka þetta gamla fjós Evrópu og koma ein-
hverju viti í þessa furðulegu ríkisskipan. Ef hinum frjálsu keisaralegu ríkisridd-
urum er sleppt, var löndum eða ríkjum Hins heilaga rómverska ríkis fækkað úr
234 í 40. Þá voru lögð niður hin kirkjulegu furstadæmi, svo sem Köln, Mainz,
Trier og Salzburg. ÞaS er til marks um þetta sögulega nauðsynjaverk, aS Vínar-
þingiS 1814—15 fékk engu umþokað því, sem Napóleon ba’fði unniS á þessum
slóSunr nema að fækka ríkjunum í 39. Þýzka sambandið, sem stofnað var í Vín,
var í raun og vem verk Napóleons. ÞjóSverjar mættu að minnsta kosti minnast
hans með þakklátum huga: hann hefur átt meiri þátt í að koma þeim til Jiroska
í þjóðríki en flestir menn aðrir.
ÁriS 1810 var Napóleon á bátindi veldis síns. Franska keisararíkið tók þá til
allra þýzkra héraða vestan Rínar, Belgíu og Hollands, Norður-Þýzkalands austur
til Líbíkuborgar, við þetta bættust Savoy, Piedmont, Lígúría og Ítalía vestan