Andvari - 01.01.1970, Page 144
142
RICiIARD BECK
ANDVARI
Eftir Goethe þýddi Kristinn „Sex smákvæði", og hefir honum greinilega
fallið vel íhygli þeirra og markviss ádeila. „Llr ljóðum Heines“ nefnir Kristinn
eftirfarandi vísnaþýðingar, en yfir þeim svífur andi hins þýzka snillings:
Við sólu bárur blika
sem beri gullinn 'hjúp.
Mér sökkvið dauðum síðast
í sævar blákalt djúp.
Eg elskað hefi æginn:
Hans úða-svala hvel
iníns hjarta sviðann sefar,
oss semur mætavel.
En sjálfur unni Kristinn ægi eins og glöggt lýsir sér í prýðisgóðum sævar-
kvæðum hans, (sbr. grein mína „Hafið í ljóðum vestur-íslenzkra skálda“ Tíma-
rit ÞióðVæknisfélagsins 1968).
Þegar þess er gætt, hvert dálæti Kristinn hafði á Björnstjeme Bjömson,
kemur það á óvart, að hann þýddi ekkert eftir hinn norska skáldjöfur. Hins
vegar hyllti hann Björnson í samnefndu kvæði, myndauðugu og andríku. Þessi
eru upphafsorðin: „Það jötunfjall háa af hálöndum reis,“ og er samlíkingunni
við fjallið ágætlega haldið í kvæðinu, sem er ellefu erindi.
Eftir Holger Drachmann þýddi Kristinn „Eg hattinn ber eins hátt og mér
lízt,“ og hefir þýðandanum áreiðanlega fallið vel í geð sá hressilegi andi og
það sjálfstæði í hugsun, sem þar lýsir sér.
í kvæðinu „Afturgöngur Ibsens“ kemur glöggt fram hin jákvæða afstaða
Kristins til hins norska öndvegisskálds og beinskeyttrar ádeilu hans. Auk þess,
sem Kristinn þýddi smákvæðið „Annaðhvort" eftir Ibsen, sneri hann á íslenzku
einu af merkiskvæðum hans „Til þeirra meðseku" (Til de medskyldige), en það
var inngangskvæðið að Den episke Brand, fyrstu gerð hins stórbrotna leikrits
Ibsens Brands. Kvæðið er vægðarlaus gagnrýni á fornaldardýrkun og sjálfs-
blekkingu norsku þjóðarinnar, eins og hún kom skáldinu fyrir sjónir, og ekki
undanskilur hann sjálfan sig í þeirri fdrdæmingu, eins og fram kemur greini-
lega í heiti kvæðisins, og ennfremur í kvæðinu sjálfu, svo sem í þessu erindi:
Vér dýrkað höfum kynslóð allra öfga
og undurskrauti hlaðið dauða tíð
og minninganna hallir vopnahöfga
til hugarléttis veslum dvergalýð!